„Við viljum að þetta verði ævintýri“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2024 21:57 Borce Ilievski þegar hann þjálfaði ÍR hér um árið. Vísir/Andri Marinó Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik. „Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira