Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. desember 2024 09:02 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd. Baráttumál í áratugi Í áranna rás hefur þurft að berjast af alefli fyrir breytingum á lögum, almenningsáliti og orðræðu í tengslum við kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi. Þessa baráttu má að miklu leyti þakka atorkusömum og hugrökkum konum sem þorðu að synda gegn straumnum. Slíkir eldhugar hafa verið okkur hinum fyrirmynd og kveikt umræðu sem breytt hefur samfélögum. Það má nefna ýmis atriði til marks um árangur þessarar baráttu hér á landi; kynferðisleg áreitni er loks litin það alvarlegum augum að varði við lög, litið er á vændi sem ofbeldi, fjarlægja má ofbeldismenn af heimilum og ofbeldi gegn börnum verður ekki þögguninni að bráð eins og tíðkaðist í okkar litla samfélagi á árum áður. 16 daga átakið nú er sprottið af svipaðri rót og að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, enda fjöldi félagasamtaka, sem berst fyrir afnámi kynbundins ofbeldis, með formleg tengsl við þá mikilvægu alþjóðlegu stofnun. Best geymda leyndarmálið Það eru liðin 35 ár frá því að Guðrún heitin Jónsdóttir hóf að vekja athygli samfélagsins á alvarlegum afleiðingum ofbeldis sem börn verða fyrir af hendi náins fjölskyldumeðlims, oftast fjölskylduföður. Hún hafði stofnað sjálfshjálparhópa í krafti þekkingar sinnar og menntunar, með það að markmiði að gefa brotaþolum sifjaspella rödd. Í hópana söfnuðust konur sem höfðu þurft að þola slíkt ofbeldi í barnæsku en líka mæður stúlkna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilisföður. Árið 1989 ákvað sjónvarpið, fyrir hvatningu Guðrúnar, að framleiða sjónvarpsþætti um sifjaspell og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum. Það kom í minn hlut að stýra gerð þáttanna og er yfirskrift þessarar greinar sótt í heiti fyrri þáttarins, en sá síðari nefndist „Sifjaspell; best geymda leyndarmál samfélagsins“. Þar komu brotaþolar fram og lýstu alvarlegum afleiðingum ofbeldisins sem þær máttu þola í æsku. Það hafði ekki gerst áður að í þessum áhrifamikla miðli væri opnað á jafn viðkvæma umræðu tengda börnum og kynferðisofbeldi. Viðbrögðin voru tvenns konar, annars vegar að svona mál væru best geymd í þagnargildi, en hins vegar heyrðust háværar raddir þeirra sem þökkuðu fyrir að umræðan skyldi opnuð. Sjálfri er mér minnisstæðast hugrekki kvennanna sem sögðu frá sárri reynslu sinni í þeirri trú að þeirra sögur gætu forðað öðrum frá samskonar ofbeldi. Síðar var það kallað að skila skömminni. Kona drepin á 10 mínútna fresti Umræðan hefur haldið áfram og hún hefur magnast með árunum. Hún hefur afhjúpað ólýsanlega grimmd, sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan, líka hér á Íslandi. Yfirskrift 16 daga átaksins, sem nú stendur yfir, er „Kona drepin á 10 mínútna fresti“. Vissulega er tíðni glæpa af þessu tagi ólík milli heimshluta, en hvergi óþekkt, og því mikilvægt að ákallið heyrist um allan heim. Ekkert samfélag getur sætt sig við að konur og stúlkur séu myrtar vegna kyns síns og úreltra viðmiða um hlutverk kynjanna. Velmegandi samfélag á borð við okkar getur ekki annað en látið sig þessa baráttu varða og þó brennipunktur átaksins varði konur og stúlkur þá skulum við hafa í huga að hún á einnig við alla þá kynsegin einstaklinga, kvár og stálp, sem eiga á hættu sömu viðhorf og sama ofbeldi. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld um allan heim til að gangast við ábyrgð sinni á því að ofbeldinu linni. Það geta stjórnvöld gert með því að viðurkenna að ótímabær dauðsföll kvenna og stúlkna kunni að vera af völdum ofbeldis af hálfu fjölskyldumeðlims eða náins ættingja. Aðeins þannig verða til áreiðanlegar upplýsingar og tölfræði sem sýnt getur fram á umfang ofbeldisins. Enn skortir tilfinnanlega meðvitund og vilja til að safna þessum upplýsingum og láta þær af hendi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Von okkar er sú ákallið nái að vekja stjórnvöld um allan heim og samfélagið allt til meðvitundar um þá sameiginlegu skyldu okkar að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd. Baráttumál í áratugi Í áranna rás hefur þurft að berjast af alefli fyrir breytingum á lögum, almenningsáliti og orðræðu í tengslum við kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi. Þessa baráttu má að miklu leyti þakka atorkusömum og hugrökkum konum sem þorðu að synda gegn straumnum. Slíkir eldhugar hafa verið okkur hinum fyrirmynd og kveikt umræðu sem breytt hefur samfélögum. Það má nefna ýmis atriði til marks um árangur þessarar baráttu hér á landi; kynferðisleg áreitni er loks litin það alvarlegum augum að varði við lög, litið er á vændi sem ofbeldi, fjarlægja má ofbeldismenn af heimilum og ofbeldi gegn börnum verður ekki þögguninni að bráð eins og tíðkaðist í okkar litla samfélagi á árum áður. 16 daga átakið nú er sprottið af svipaðri rót og að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, enda fjöldi félagasamtaka, sem berst fyrir afnámi kynbundins ofbeldis, með formleg tengsl við þá mikilvægu alþjóðlegu stofnun. Best geymda leyndarmálið Það eru liðin 35 ár frá því að Guðrún heitin Jónsdóttir hóf að vekja athygli samfélagsins á alvarlegum afleiðingum ofbeldis sem börn verða fyrir af hendi náins fjölskyldumeðlims, oftast fjölskylduföður. Hún hafði stofnað sjálfshjálparhópa í krafti þekkingar sinnar og menntunar, með það að markmiði að gefa brotaþolum sifjaspella rödd. Í hópana söfnuðust konur sem höfðu þurft að þola slíkt ofbeldi í barnæsku en líka mæður stúlkna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilisföður. Árið 1989 ákvað sjónvarpið, fyrir hvatningu Guðrúnar, að framleiða sjónvarpsþætti um sifjaspell og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum. Það kom í minn hlut að stýra gerð þáttanna og er yfirskrift þessarar greinar sótt í heiti fyrri þáttarins, en sá síðari nefndist „Sifjaspell; best geymda leyndarmál samfélagsins“. Þar komu brotaþolar fram og lýstu alvarlegum afleiðingum ofbeldisins sem þær máttu þola í æsku. Það hafði ekki gerst áður að í þessum áhrifamikla miðli væri opnað á jafn viðkvæma umræðu tengda börnum og kynferðisofbeldi. Viðbrögðin voru tvenns konar, annars vegar að svona mál væru best geymd í þagnargildi, en hins vegar heyrðust háværar raddir þeirra sem þökkuðu fyrir að umræðan skyldi opnuð. Sjálfri er mér minnisstæðast hugrekki kvennanna sem sögðu frá sárri reynslu sinni í þeirri trú að þeirra sögur gætu forðað öðrum frá samskonar ofbeldi. Síðar var það kallað að skila skömminni. Kona drepin á 10 mínútna fresti Umræðan hefur haldið áfram og hún hefur magnast með árunum. Hún hefur afhjúpað ólýsanlega grimmd, sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan, líka hér á Íslandi. Yfirskrift 16 daga átaksins, sem nú stendur yfir, er „Kona drepin á 10 mínútna fresti“. Vissulega er tíðni glæpa af þessu tagi ólík milli heimshluta, en hvergi óþekkt, og því mikilvægt að ákallið heyrist um allan heim. Ekkert samfélag getur sætt sig við að konur og stúlkur séu myrtar vegna kyns síns og úreltra viðmiða um hlutverk kynjanna. Velmegandi samfélag á borð við okkar getur ekki annað en látið sig þessa baráttu varða og þó brennipunktur átaksins varði konur og stúlkur þá skulum við hafa í huga að hún á einnig við alla þá kynsegin einstaklinga, kvár og stálp, sem eiga á hættu sömu viðhorf og sama ofbeldi. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld um allan heim til að gangast við ábyrgð sinni á því að ofbeldinu linni. Það geta stjórnvöld gert með því að viðurkenna að ótímabær dauðsföll kvenna og stúlkna kunni að vera af völdum ofbeldis af hálfu fjölskyldumeðlims eða náins ættingja. Aðeins þannig verða til áreiðanlegar upplýsingar og tölfræði sem sýnt getur fram á umfang ofbeldisins. Enn skortir tilfinnanlega meðvitund og vilja til að safna þessum upplýsingum og láta þær af hendi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Von okkar er sú ákallið nái að vekja stjórnvöld um allan heim og samfélagið allt til meðvitundar um þá sameiginlegu skyldu okkar að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er formaður BHM.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun