Samfylking fær fjóra þingmenn í kjördæminu. Þar er formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Þórður Snær Júlíusson náði einnig inn en hann hefur sagst munu gefa það eftir til næsta manns.
Þar sem Dagbjört Hákonardóttir komst inn sem jöfnunarþingmaður fellur sæti Þórðar líklega Sigmundi Erni Rúnarssyni í skaut.
Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 17,4 prósent, og nær tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum inn. Það eru Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir. Síðast var Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósent fylgi.
Viðreisn kemur fast á hæla Sjálfstæðisflokksins með 16,3 prósent. Flokkurinn er líka með tvo kjördæmakjörna þingmenn. Það eru Hanna Katrín Friðriksson og Pawel Bartoszek og þá komst Grímur Grímsson inn sem jöfnunarþingmaður.
Flokkur fólksins fær 11,9 prósent og er líka með einn kjördæmakjörinn mann. Það er Ragnar Þór Ingólfsson.
Miðflokkurinn er með 8,9 prósent og fær einn þingmann. Það er Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum um jöfnunarþingmenn.