NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 12:32 NFL leikmaðurinn Josh Allen og Hollywood leikkonan Hailee Steinfeld eru trúlofuð. Getty/Axelle/Bauer-Griffin/ Einn besti leikstjórnandi NFL deildarinnar mætir nýtrúlofaður til leiks í kvöld þegar Buffalo Bills tekur á móti San Francisco 49ers í Sunnudagskvöldsfótbolta þeirra Bandaríkjamanna. Josh Allen gaf það út um helgina að hann og Hollywood leikkonan Hailee Steinfeld hafi trúlofað sig 22. nóvember síðastliðinn. Þau biðu í viku með því að gera þetta opinbert en birtu síðan fallega mynd af stundinni á samfélagsmiðlum sínum. Allen hefur leitt Buffalo liðið til sigurs í níu af fyrstu ellefu leikjum sínum á þessu tímabili en hann hefur átt átján snertimarkssendingar og einnig hlaupið sjálfur fimm sinnum í mark. Frábær leikmaður. Buffalo liðið hefur verið lengi í hópi bestu liða NFL deildarinnar en á enn eftir að komast í Super Bowl með Allen sem leikstjórnanda. Spurning hvort hamingja heima fyrir hjálpi til við að breyta þeirri þróun. Verðandi eiginkona hans, sem er einu ári eldri, er líka stjarna en bara á öðrum vettvangi. Hailee Steinfeld hefur leikið í mörgum þekktum Hollywood kvikmyndum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í True Grit. Þá var hún aðeins þrettán ára gömul. Í dag er hún líklegast þekktust fyrir hlutverk sitt í mynd um Kóngulóarmanninn: Spider-Man: Across the Spider-Verse. Allen og Steinfeld hófu samband í maí í fyrra en eru núna trúlofuð. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Josh Allen gaf það út um helgina að hann og Hollywood leikkonan Hailee Steinfeld hafi trúlofað sig 22. nóvember síðastliðinn. Þau biðu í viku með því að gera þetta opinbert en birtu síðan fallega mynd af stundinni á samfélagsmiðlum sínum. Allen hefur leitt Buffalo liðið til sigurs í níu af fyrstu ellefu leikjum sínum á þessu tímabili en hann hefur átt átján snertimarkssendingar og einnig hlaupið sjálfur fimm sinnum í mark. Frábær leikmaður. Buffalo liðið hefur verið lengi í hópi bestu liða NFL deildarinnar en á enn eftir að komast í Super Bowl með Allen sem leikstjórnanda. Spurning hvort hamingja heima fyrir hjálpi til við að breyta þeirri þróun. Verðandi eiginkona hans, sem er einu ári eldri, er líka stjarna en bara á öðrum vettvangi. Hailee Steinfeld hefur leikið í mörgum þekktum Hollywood kvikmyndum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í True Grit. Þá var hún aðeins þrettán ára gömul. Í dag er hún líklegast þekktust fyrir hlutverk sitt í mynd um Kóngulóarmanninn: Spider-Man: Across the Spider-Verse. Allen og Steinfeld hófu samband í maí í fyrra en eru núna trúlofuð. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated)
NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira