Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 16:22 Brynjar Níelsson er nú endanlega hættur í stjórnmálum. Hér er ein síðasta myndin sem náðist af honum í kosningaham en hann lét til sín taka í kosningabaráttunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem 3. maður á lista í Reykjavík suður. Hann lagði ýmislegt á sig, meðal annars skráði hann sig á Instagram. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. „Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira