„Þá rennur stressið af manni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 20:30 Andstæðingarnir eiga til að lenda í því að hanga í Elínu vegna gríðarlegs hraða hennar sem hún hefur sýnt óspart í Innsbruck hingað til. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. „Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira