Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar 2. desember 2024 15:31 Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar