Dagur strikaður niður um sæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. desember 2024 15:51 Dagur B. Eggertsson er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins leiðir listann. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir. Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir.
Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39