Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 08:02 Perla Ruth er markahæst í íslenska liðinu á EM til þessa. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða