Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 08:02 Perla Ruth er markahæst í íslenska liðinu á EM til þessa. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira