Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2024 23:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku Airbus-þotunnar í Hamborg í dag. Egill Aðalsteinsson Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn: Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn:
Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24
Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37