Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 07:41 Starmer segir Bretland munu verða stöðugur og ábyrgur aðili á óvissutímum. AP/Stefan Rousseau Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira