„Förum léttar inn í þennan leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 11:01 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. „Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
„Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira