Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder skrifa 5. desember 2024 09:02 Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar