Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 16:29 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira