Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 16:29 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira