Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 22:46 Þetta mót er nú að baki. Fer í reynslubankann og er hluti af vegferðinni. Áfram gakk. Marco Wolf/picture alliance via Getty Images Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Sjá meira
Ísland byrjaði feiknavel gegn sterku þýsku liði í kvöld. Liðið er meðal þeirra allra sterkustu í öðrum styrkleikaflokki en jafnræði var í byrjun. Eftir að Elín Klara kom okkur 5-4 yfir lenti Ísland hins vegar á varnarmúr. Þær þýsku reistu nýjan Berlínarmúr og ekki fannst leið í gegnum hann. Við tóku tólf mínútur án marks þar sem múrinn stóð keikur. Það virtist draga sjálfstraust úr liðinu. Stelpurnar ósannfærandi og sóttu vart að marki. Það kom svo að því að Perla Ruth skoraði sjötta mark Íslands af vítalínunni en skaðinn var skeður. Staðan 10-6. Þetta var brekka. Andrea Jacobsen skoraði sitt fyrsta mark í byrjun seinni hálfleiks en í kjölfarið lenti Ísland aftur á múrnum. Rúmar tíu mínútur án marks. Aftur var það Perla sem felldi múrinn af vítalínunni. Þetta þýska lið sýndi styrk sinn í kvöld eftir að hafa sætt gagnrýni og á roð í hvaða lið sem er með slíkum varnarleik. Það virtist ekki nást að kveikja von eða trú aftur hjá íslenska liðinu eftir fyrsta markalausa kaflann og sanngjarn sigur þeirra þýsku staðreynd. Hundleiðinlegt að enda á þessum nótum en staðreyndin er sú að Þýskaland er á meðal bestu landsliða heims. Það er erfitt að gera kröfu um sigur gegn slíku liði og stelpurnar sýndu fína spretti á lokakaflanum. Mótinu því lokið en frábær vika í Innsbruck að baki. Þetta lið sýndi að það á heima á stóra sviðinu með frammistöðunni gegn Hollandi og sá leikur hefði hæglega geta farið á annan veg. Það vannst stór áfangi með sigrinum á Úkraínu, sá fyrsti á EM, og blessuð vegferðin, hún heldur áfram þrátt fyrir að liðið hafi lent á þýskum múrvegg í kvöld. Það sló mig aðeins að Andrea Jacobsen og Elín Rósa Magnúsdóttir voru strax komnar með hugann við næsta mót. Þær rifu sig úr svekkelsinu og og sögðu bara áfram gakk. Nú eru þessi mót nefnilega orðinn fasti sem þessar stelpur vilja ekki missa. Þórey Rósa hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik og ekki er útilokað að það sama sé hægt að segja um Steinunni Björnsdóttur á miðað við þeirra ummæli eftir leik. Þá er spurning hvað Sunna Jónsdóttir og Rut Jónsdóttur hyggjast gera. Hvort sem þær hætta nú eða síðar er ljóst að það styttist í síðasta leikinn. Það verða sjónarsviptir af þessum goðsögnum í íslenskum handbolta en allt tekur sinn enda og næsta kynslóð tekur við. Elín Rósa sýndi frábæra takta í kvöld og nafna hennar Elín Klara átti glimrandi spretti á sínu fyrsta stórmóti. Berglind frábær í vörninni og markverðirnir tveir öflugir. Aðrar af þeim sem yngri eru hafa nú fengið smjörþefinn af stórmóti í annað sinn og allt skilar þetta sér í blessaðan reynslubankann. Þórir Hergeirsson hafði orð á því hversu gríðarlegar bætur hefðu orðið á leik íslenska liðsins frá því á HM í fyrra. Það er oft gott að hlusta þegar hann tjáir sig um handbolta og klárlega hægt að taka undir það. Klisjan um reynslubankann byggir nefnilega á sannleika og þroskinn er meiri eftir reynsluna í fyrra. Enn meiri núna. Þessu móti er lokið en vegferðin. Hún heldur áfram.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Sjá meira