Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:01 Mikel Arteta er farinn að hafa áhrif á reglur fótboltans án þess að ætla sér það. Getty/Rob Newell Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. hefur kannski haft meiri áhrif á fótboltareglurnar heldur en margan grunar. IFAB, Alþjóða fótboltaráðið, hefur nefnilega ákveðið að breyta reglum sínum vegna atviks í Evrópuleik Arsenal á dögunum. Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024 Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira