Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 09:02 Pavel Ermolinskij fagnar því að ÍR-ingar séu komnir inn í deildina af krafti eftir erfiða byrjun. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij er kominn aftur á stjá eftir landsleikjahlé en hann ætlar áfram að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira