Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 09:02 Pavel Ermolinskij fagnar því að ÍR-ingar séu komnir inn í deildina af krafti eftir erfiða byrjun. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij er kominn aftur á stjá eftir landsleikjahlé en hann ætlar áfram að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira