Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. desember 2024 13:02 Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Rekstur hins opinbera Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er það ljúft og skylt að gera athugasemd við orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hún lét falla í kappræðum formanna flokkanna á RÚV sl. föstudagskvöld. Í þættinum fór Kristrún frjálslega með sannleikann þegar hún beindi orðum sínum að Sveitarfélaginu Árborg. Þar fullyrti hún að vegna aukins kostnaðar við að brjóta nýtt land hefðu Sjálfstæðismenn, sem stýra sveitarfélaginu, orðið að grípa til þess ráðs að fara í afturvirka hækkun á útsvari. Það er rangt. Hið rétta er að álagið sem um ræðir var ekki lagt á vegna kostnaðarsamra uppbyggingar innviða og það var alls ekki afturvirkt eins og Kristrún fullyrti. Ástæðan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti að leggja álag á útsvar var neyðarúrræði vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg var komið í árið 2022. Ári síðar var sveitarfélagið hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt og lenda undir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það sem kom sveitarfélaginu í þessa stöðu voru lausatök í rekstrinum kjörtímabilið 2018-2022 undir stjórn Framsóknarflokksins, Miðflokksins, Áfram Árborgar og Samfylkingarinnar, flokks Kristrúnar Frostadóttur. 363.000 króna tap á klukkustund Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 milljörðum árið 2018 í 28,3 milljarðar árið 2022 (sjá mynd 1). Þar af voru 5 milljarðar teknir að láni til að standa undir rekstri enda hafði rekstrarkostnaður gjörsamlega farið úr böndunum. Mánuð eftir mánuð þurfti sveitarfélagið að taka lán til að eiga fyrir launum starfsfólks. Eins og hvert mannsbarn veit að þá kemur alltaf að skuldadögum. Í dag er staðan sú að lántaka sveitarfélagsins er í lágmarki. Þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 363.000 króna tapi á klukkustund eða 8,7 milljóna króna tapi á dag! Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrartap ársins yrði 3,2 milljarðar. Strax eftir kosningar var gripið til aðgerða og hagrætt í rekstri. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs nam rekstrartapið 2,8 milljörðum króna (sjá mynd 2). Allar götur síðan hefur meirihlutinn unnið ötullega að því að hagræða í rekstrinum og í leiðinni reynt með fremsta móti að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Launakostnaður er stór liður í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar og var hlutfall launa af tekjum eitt það hæsta á Íslandi. Því miður þurfti meirihlutinn að ráðast í uppsagnir á starfsfólki. Frá kosningum 2022 hefur stöðugildum fækkað um 6% á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 12% eða 1.300 manns. Erum á réttri leið Það var vitað mál að verkefnið yrði tímafrekt enda engin ein töfralausn til að snúa rekstri og fjármálum sveitarfélaga við á einu bretti. Þó efa ég ekki að Samfylkingin hafi plan í þeim málum sem enginn veit hvað felst í. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem við sjálfstæðismenn höfum ráðist í og núna með Áfram Árborg, eru byrjaðar að skila árangri í að snúa við bágri stöðu sveitarfélagsins eftir lausatök síðasta meirihluta. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Það væri virkilega ánægjulegt ef Samfylkingin og Kristrún Frostadóttir væri tilbúin að líta sér nær í stað þess að benda á einhvern annan. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun