Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:03 3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jafnréttismál Örn Bárður Jónsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
3K - þrjár konur - leiða næstu stjórn, Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga. Þetta sagði ég, daginn fyrir kosningarnar, föstudaginn 29. nóvember - og ég held að sú stjórn gæti orðið sterk - græn og góð, heilbrigð, holl og réttlát. En þær eiga eftir að ná saman og semja um málin, víla og díla, eins og nú er stundum sagt á okkar uppfærða, ástkæra og ylhýra. En mun þeim takast það? Fjölmiðlarnir kalla þær valkyrjur sem er vísun í kraftmiklar kerlingar, dálítið karlaleg nálgun, verð ég nú að segja. Og þá vaknar þessi spurning, sem er yfirskrift þessa stutta pistils: Eru konur betri en karlar? Því er auðsvarað. Konur er ekki betri en karlar - en þær eru öðruvísi. Reyndar eru við öll öðruvísi en annað fólk en líka eins. Það er nú ein af mótsögnum tilverunnar. Við erum öll á einu og sama rófi, geðrófi, litrófi, regnboga lífsins, þar sem allir litir eru mikilvægir og hafa hver sína fegurð. Við getum einnig líkt okkur við nótur í tónverki eða hljóðfæri í sumfóníuhljómsveit - (gríska: συμφωνία). Er sellóið betra en fiðlan, óbóið betra en klarinettið, bassinn betri en túban? Þessi hljóðfæri eru öll mikilvæg til að skapa samhljóm, sumfón, þótt eitt hljóðfæri fái stundum að leika aðalhlutverk í einstaka verki. Allt hangir saman, líka konur og karlar. Já, þau hanga saman, bæði með neikvæðu og jákvæðu formerki. Þau tengjast, vagga og velta, eignast börn, eldast og mörg þeirra þroskast meira að segja með aldrinum! En eru konur ekki samt aðeins betri? hvíslar efasemdarröddin sem er ekki sammála fullyrðingu minni hér framar. Jú, auðvitað eru þær betri. En það á bara við um sumt! Er karlar þá betir en konur? Já, í sumu! Ég er orðinn verulega þreyttur á því þegar konur jórtra eins og kýr á orðinu feðraveldi og láta eins og mæðraveldi hafi aldrei verið til. Auðvitað hafa karlar ætíð haft völd og yfirburði á vissum sviðum. EN! konur hafa líka haft völd og yfirburði á öðrum sviðum. Og það er þannig sem jafnvægið myndast. Litrófið í regnboganum er fullkomið en bjagast ef einn litur er látinn ríkja yfir öllu. Karlrembur hafa ætíð verið til og kvensköss líka. Karlar tæla konur og hvaða karl hefur ekki séð meyjuna Femme Fatale svífa um í sölum lífsins? Í okkur öllum, konum og körlum, býr syndin, sem er komin af orðinu sundur, á grísku hamartia sem merki geigun, að missa marks. Biblían er með'etta á hreinu. Við erum öll mistæk, hæf en líka klaufsk, dásamleg og skelfileg í senn. Við erum öll á einum og sama báti lífsins. Og sagan sýnir að konur í valdastöðum, líkt og karlar, hafa farið bæði vel og illa með vald. Vonandi velja Valkyrjurnar með sér spengilega meðreiðarsveina til þess að regnboginn njóti sín, hið gullna jafnvægi, fíbónaccið í tilverunni, sem gefur jafnvægi og gleði og fullnægir fegurðarstuðli lífsins. Góðar stundir, drengir og stúlkur, kallar og kellingar, karlar og konur þessa lands. Höfundur er prestur.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar