Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 13:33 Ty-Shon Alexander setti niður átta þrista í tíu tilraunum gegn Tindastóli. getty/Roberto Finizio Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds telja að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn með því að semja við Ty-Shon Alexander. Hann átti stórleik gegn Tindastóli í gær. Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira