Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2024 20:07 Níu fangar geta verið á nýja meðferðarganginu á Litla Hrauni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn fanga eru líklegri en önnur börn að fara í fangelsi á fullorðins árum segir formaður Afstöðu, félags fanga. Nú erum um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn, en þar var verið að opna nýjan meðferðargang fyrir þá fanga, sem vilja vera vímuefnalausir í fangelsinu. Það er orðið jólalegt á Litla Hrauni, jólamyndir á veggjum úti og starfsfólk og fangar að komast smátt og smátt í jólagírinn. Fjölmenni mætti á vígslu nýs meðferðargangs nýlega fyrir níu fanga þar sem þeim er boðið upp á áfengis- og vímuefnameðferð á meðan þeir afplána)) 0:23 En er mikil áfengis og vímuefnaneyslu i fangelsinu? „Það er nánast engin áfengisneysla en það er töluverð vímuefnaneysla inn í fangelsinu, sem kemur í svona bylgju,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni. En hvernig komast fíkniefni inn í fangelsið? „Örugglega bara með mörgum mismunandi leiðum. Ef við værum með það fullkomna svar við því þá væru þau væntanlega ekki að komast inn,“ segir Jón Þór. Jón Þór Kvaran, sem er meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur Fangelsismálastofnunar fagnar nýja meðferðarganginum. „Já, hann hefur allavega tekið stakkaskiptum miðað við það sem áður var og það er allt nýtt inn á þessum gangi og það er von okkar líka að það verði svona ný áhersla og stefni hjá þeim, sem hingað koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur. Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vakti athygli við vígslu gangsins þegar formaður Afstöðu félags fanga, Guðmundur Ingi Þóroddsson sagði að börn fanga væru líklegri til að lenda í fangelsi en önnur börn. „Það er eitt að því sem við viljum vinna að hér að þeir sem eiga börn og eru í fangelsi að þeir geri sér grein fyrir þessu og ég held að það sé engin af þeim, sem vilja að börnin sín komi í fangelsi og þar af leiðandi viljum við bjóða upp á ýmis námskeið og að kynna allskonar úrræði, sem eru í gangi nú þegar og hægt er að leita í til að koma í veg fyrir að slíkt gerist,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólin eru farin að minna á sig á Litla Hrauni á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú eru um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Það er orðið jólalegt á Litla Hrauni, jólamyndir á veggjum úti og starfsfólk og fangar að komast smátt og smátt í jólagírinn. Fjölmenni mætti á vígslu nýs meðferðargangs nýlega fyrir níu fanga þar sem þeim er boðið upp á áfengis- og vímuefnameðferð á meðan þeir afplána)) 0:23 En er mikil áfengis og vímuefnaneyslu i fangelsinu? „Það er nánast engin áfengisneysla en það er töluverð vímuefnaneysla inn í fangelsinu, sem kemur í svona bylgju,“ segir Jón Þór Kvaran, meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni. En hvernig komast fíkniefni inn í fangelsið? „Örugglega bara með mörgum mismunandi leiðum. Ef við værum með það fullkomna svar við því þá væru þau væntanlega ekki að komast inn,“ segir Jón Þór. Jón Þór Kvaran, sem er meðferðarfulltrúi á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur Fangelsismálastofnunar fagnar nýja meðferðarganginum. „Já, hann hefur allavega tekið stakkaskiptum miðað við það sem áður var og það er allt nýtt inn á þessum gangi og það er von okkar líka að það verði svona ný áhersla og stefni hjá þeim, sem hingað koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur. Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vakti athygli við vígslu gangsins þegar formaður Afstöðu félags fanga, Guðmundur Ingi Þóroddsson sagði að börn fanga væru líklegri til að lenda í fangelsi en önnur börn. „Það er eitt að því sem við viljum vinna að hér að þeir sem eiga börn og eru í fangelsi að þeir geri sér grein fyrir þessu og ég held að það sé engin af þeim, sem vilja að börnin sín komi í fangelsi og þar af leiðandi viljum við bjóða upp á ýmis námskeið og að kynna allskonar úrræði, sem eru í gangi nú þegar og hægt er að leita í til að koma í veg fyrir að slíkt gerist,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólin eru farin að minna á sig á Litla Hrauni á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú eru um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira