„Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. desember 2024 18:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75. „[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
„[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira