Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar 9. desember 2024 09:00 Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun