Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 11:33 Hlaupakonan Marthe Katrine Myhre vann til fjölda verðlauna á sínum ferli. Instagram/@marthekatrine Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul. „Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar. Hlaup Andlát Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
„Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Hlaup Andlát Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira