Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 08:35 Kennedy verður seint sagður maður vísindanna. Getty/Washington Post/Jabin Botsford Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira