Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 08:35 Kennedy verður seint sagður maður vísindanna. Getty/Washington Post/Jabin Botsford Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Að sögn Richard Roberts, sem vann til Nóbelsverðlauna í lífeðlisfræði árið 1993, sá hópurinn sig tilneyddan til að grípa til varna fyrir hönd vísindanna gegn Kennedy, sem hefur sótt að bæði vísindamönnum og stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið. Nóbelsverðlaunahafarnir segja Kennedy hvorki hafa menntun né reynslu til að gegna embættinu og þá séu uppi verulegar efasemdir um að hann sé hæfur til að fara fyrir ráðuneytinu sem sé falið að standa vörð um líf og heilsu almennings. Í bréfinu segir meðal annars að útnefning Kennedy sé ógn við lýðheilsu og þá grafi hún undan leiðtogahlutverki Bandaríkjanna í heilbrigðisvísindum. Andstaða Kennedy við forvarnir á borð við bólusetningar og flúor í drykkjarvatni stofni velferð almennings í hættu. Kennedy hefur talað fyrir ýmsum samsæriskenningum og meðal annars sagt bólusetningar orsök einhverfu og hafnað því að H.I.V. valdi alnæmi. Þá hefur hann haldið því fram að kórónuveiran hafi verið sniðin að ákveðnum hópum og hlíft öðrum. Kennedy hefur einnig sagt að fangelsa ætti vísindamenn sem vinna að þróun bóluefna og hótað því að reka fjölda starfsmanna opinbera heilbrigðiskerfisins ef hann kemst í ráðherrastól. Talsmenn Donald Trump, sem útnefndi Kennedy, svöruðu bréfinu í gær og sögðu almenning langþreyttan á að fara að boðum og bönnum „elítunnar“. Kennedy myndi knýja fram þær breytingar sem Trump vildi gera á meingölluðu heilbrigðiskerfi.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Nóbelsverðlaun Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira