Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2024 20:04 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar og formaður Svæðisskipulagsnefndarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson starfandi innviðaráðherra takast hér í hendur vegna nýja Svæðisskipulagsins fyrir Suðurhálendið, sem gildir til 2042. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira