Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:43 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki í kvöld. Hún skoraði fernu þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira