Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:00 Með breytingunum á að reynast fólki auðveldara að fá lyf við almennum kvillum og minnka álag á læknum. Vísir/Vilhelm Lyfjafræðingar fá heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum og apótek verða fyrsti viðkomustaður í veikindum samkvæmt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra. Formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga í apótekum lengi hafa beðið eftir þessu og tillögurnar í takti við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti fyrr í vikunni skýrslu um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum. Þar eru lagðar til ýmsar breytingar sem sagðar eru myndu stuðla að meiri skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, til að mynda með því að veita lyfjafræðingum heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum fyrir minniháttar heilsufarsvandamál og endurnýja lyfjaávísanir. „Það er rosa mikið álag á heilbrigðiskerfið og við erum svolítið að horfa á: Hvernig getum við nýtt þessa sérfræðiþekkingu þannig að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað. Það er kannski kominn tími til að allar heilbrigðisstéttir leggist á eitt til að bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir samfélagið allt,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hópurinn leggur til úrætur í þremur áföngum sem innleiða ætti á næstu fimm árum. Í fyrsta áfanga er lagt til að stuðningur við upphaf lyfjameðferðar verði aukinn og bólusetningar færðar í apótek. Í öðrum áfanga, sem á að hefjast innan þriggja ára, er lagt til að lyfjafræðingum verði heimilt að endurnýja lyfjaávísanir og að þeim verði veitt heimild til útgáfu lyfjaávísunar í neyðartilfellum. Í þriðja fasa eiga apótek til dæmis að verða fyrsti viðkomustaður, til að létta álag á heilsugæslu og bráðadeildum. „Þetta er klárlega hluti af lausninni vegna þess að þarna erum við að horfa fam á að apótekin verði fyrsti viðkomustaður fyrir fólk til að létta álagið á heilsugæslu. Þannig að þau tilfelli sem fara á heilsugæsluna séu aðeins flóknari og að við lendum ekki í því að fólk endi á bráðamóttöku vegna þess að biðin á heilsugæslu sé svo löng.“ Lyf Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti fyrr í vikunni skýrslu um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum. Þar eru lagðar til ýmsar breytingar sem sagðar eru myndu stuðla að meiri skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, til að mynda með því að veita lyfjafræðingum heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum fyrir minniháttar heilsufarsvandamál og endurnýja lyfjaávísanir. „Það er rosa mikið álag á heilbrigðiskerfið og við erum svolítið að horfa á: Hvernig getum við nýtt þessa sérfræðiþekkingu þannig að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað. Það er kannski kominn tími til að allar heilbrigðisstéttir leggist á eitt til að bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir samfélagið allt,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hópurinn leggur til úrætur í þremur áföngum sem innleiða ætti á næstu fimm árum. Í fyrsta áfanga er lagt til að stuðningur við upphaf lyfjameðferðar verði aukinn og bólusetningar færðar í apótek. Í öðrum áfanga, sem á að hefjast innan þriggja ára, er lagt til að lyfjafræðingum verði heimilt að endurnýja lyfjaávísanir og að þeim verði veitt heimild til útgáfu lyfjaávísunar í neyðartilfellum. Í þriðja fasa eiga apótek til dæmis að verða fyrsti viðkomustaður, til að létta álag á heilsugæslu og bráðadeildum. „Þetta er klárlega hluti af lausninni vegna þess að þarna erum við að horfa fam á að apótekin verði fyrsti viðkomustaður fyrir fólk til að létta álagið á heilsugæslu. Þannig að þau tilfelli sem fara á heilsugæsluna séu aðeins flóknari og að við lendum ekki í því að fólk endi á bráðamóttöku vegna þess að biðin á heilsugæslu sé svo löng.“
Lyf Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Sjá meira