Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 14:16 Íslenska landsliðið mætti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í tveimur leikjum ytra í lok október, og tapaði báðum 3-1. Getty/Michael Wade Kvennalandslið Íslands í fótbolta færðist niður um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA sem gefinn var út í dag. Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira