Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar 13. desember 2024 12:30 Óumdeilt er að allir Íslendingar eru miklir dýravinir. Margir hafa auk þess mikla ástríðu fyrir dýraverndinni. Ég er einn af þeim. Mín ástríða er svo mikil að ég tileinkaði laganámi mínu, 6 árum m.a. dýravernd. Meistararitgerð mín í lögfræði fjallar um dýravernd og var það frumkvöðlaverkefni á því sviði undir leiðsögn frábærs leiðbeinanda. Hygg nú á doktorsnám í þessum fræðum því erlendis er réttarsviðið að komast á þann stað að dýraréttindi er farin að banka upp á sem jafn mikilvæg og mannréttindi. Ég held að áhugi minn hafi kviknað þegar ég var ennþá bleyjubarn og móðir mín hvatti mig, með mig í fangi sínu, að strjúka lambi sem Markús nokkur, kunnur fjárbóndi í miðbæ Hafnarfjarðar hafði ræktað. Afi minn Gunnlaugur Stefánsson, stórkaupmaður í Hafnarfirði var líka fjárbóndi og var ég mikið með honum og fé hans. Dýravinskapur er mjög mikil dyggð Að skilgreina sig sem dýravin fylgir ábyrgð. Ábyrgðin felst í, að bera bera virðingu fyrir dýrum í hugsun, orði og verki. Sá sem hefur tilfinningu fyrir að njóta nærveru dýra, vill alls ekki kveðja þá nærveru. Sú nærvera getur verið svo ólýsanlega andlega gefandi að það er ómögulegt að lýsa henni. Hún er líka líkamlega gefandi. Fátt finnst mér skemmtilegra en að vera með hunda mína á gangi fjarri mannabyggð og fylgjast með þeim. Að koma í ilmandi fjár- eða hesthús er einstakt. Fjós heilla mig ekkert, þar er undirliggjandi sorgin ein, en ósýnileg. Dýravinskapurinn er svo öflugur að hann hjálpar jafnvel sjúkum. Nærvera sem getur haft miklu meira gildi og jafnvel betri áhrif en nærveran við manninn. - Þetta er mín reynsla! Allt sem gera þarf til að njóta alls þessa er að sýna dýrum auðmýkt og setja sig eins vel og hægt er í sömu spor þeirra, reyna að skilja þau og þarfir þeirra, þá kviknar neisti sem ekki er hægt að slökkva, maður vill ekki slökkva hann, maður vill meira. Dýrin veita okkar skilyrðislausa gleði. Óáreitt Í virðingu við dýr felst t.d. að leyfa dýrum að lifa óáreitt af manninum í sínum kjöraðstæðum. Það felst líka virðing í að enda ævi þeirra með mannlegum mætti þegar líf þeirra er orðið óbærilegt. Það felst ekki virðing í því að aflífa dýr sér til skemmtunar eða til matar, nema á harðbýlustu svæðum veraldar til matar. Það er t.d. visst ábyrgðaleysi og gríðarlegur tvískinnungur dýravinarins að leggja sér hold af dýri til munns og klappa samtímis gæludýri sínu við matarborðið. Í þvi félst hvorttveggja í senn virðingarleysi og mismunun og þannig gjaldfellir dýravinurinn skilgreiningu sína á sjálfum sér að vera dýravinur. Það sé ykkur til fæðu Íslendingar eru kristin þjóð, flestir fermdir og mjög margir rækta sína trú af dugnaði enda hafa fermdir staðfest loforð sitt um samfylgd við Guð. Ein af fyrstu fyrirmælum hans er að finna í sköpunarsögunni. Þegar hann skapað sáðjurtir og fræ sagði hann: það sé ykkur til fæðu. Trúin leggur mjög mikla áherslu á dýravernd. Kaþólska kirkjan gerði t.d. heilagan Frans frá Assisí að verndardýrlingi dýra. Að komast á þann stall innan stærstu kirkju heims, er ekki ókeypis. Gríðarlega langur aðdragandi er að því, sönnunarferillinn langur og rökstuðningurinn ítarlegur. Ver ei hryggur á fæðingarhátíð frelsara vors Jesú Krists Nú er í gangi mikill og flottur áróður ákveðins hóps dýraverndarsinna um að hafna hamborgarhryggnum um jólin og eflaust í þeirri von að sú höfnun verði ævarandi og smiti rækilega út frá sér. Hinn vel meinti áróður hinna fyrrnefndu kemur auðvitað alltof seint, þúsundum grísa var slátrað í haust og eru löngu komnir í frysti. Viðleitnin er samt góð. Tímasetning mín með þessum skrifum er úthugsuð. Nú koma þeir dagar sem jólabörnin huga að matarinnkaupum og reyni ég að hafa áhrif á. Að hryggnum og öðrum dýraafurðum verði hafnað. Hold af þjáðu dýri getur ekki verið gleðigjafi. Fyrir um tíu árum síðan þegar ég stóð aleinn í skrifum fyrir grísina í miðlum landsins tímasetti ég mig af mikilli nákvæmni og í takt við plön svínakjötsframleiðenda í þeirri von að minnka álagið á aumingja gylturnar í sínum ömurlegu aðstæðum á Íslandi. Á sama tíma og þessi áróður fyrir eina dýrategund er í gangi fallar aðrar gleymsku, það finnst er óafsakanleg mismunun og óréttlátt. Kalkúnar, lömb, hreindýr, alls kyns fiskur allt dýr með þjáningargöngu að baki. Afurðir mjólkurkúa, sem ganga langa þjáningagöngu ár eftir ár, þvingaðar til að verða þungaðar svo ostar og ísar séu í boði um hátíðarnar á borðum landsmanna. Ég er talsmaður þeirra allra þessara dýra með þessum skrifum og finnst óþolandi að þau séu skilin eftir. Lambið gekk frálst í haga en Gyrðir Elíasson hefur lýst því í einu kvæða sinna hvaða þjáningu það upplífði í sláturhúsinu, eins og öllu önnur dýr sem þar lenda. Kalkúnninn þurfti að þola sömu aðstæður og grísirnir og mæður þeirra, kýrnar eru sæddar ár eftir ár til að verða þungaðar af kálfi, sem dregin er frá þeim og sendur í sláturhús. Mjólkin er síðan soguð út úr kúnni svo hægt sé að framleið osta, ísa og þessa gagnslausu mjólk sem maðurinn sötrar í sig. Eina gagn mjólkurinnar er líklega þegar maðurinn er að jafna sig eftir timburmenn. Ég vil að dýraverndinni sé sýnd kurteisi og virðing og í því felst að öll dýr njóti hennar ekki einungis ein tegund. Dýravernd allra dýra er í andanna jólanna en einhversstaðar í hinni heilögu ritningu segir að Jesú hafi unnið fyrir alla, allt til sinna minnstu bræðra og systra. Guðfræðin túlkar það með þeim hætti að þar sé hann líka að vísa til dýranna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vernd okkar hefur borið mikinn árangur á síðasta áratug, höldum henni áfram. Læt litla grísinn í heimilda og áróðursmynd Animals Australia sem fór eins og eldur um sinu fyrir nokkrum árum eiga síðasta orðið í þessum tengli. Sérstaklega vandað efni. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að allir Íslendingar eru miklir dýravinir. Margir hafa auk þess mikla ástríðu fyrir dýraverndinni. Ég er einn af þeim. Mín ástríða er svo mikil að ég tileinkaði laganámi mínu, 6 árum m.a. dýravernd. Meistararitgerð mín í lögfræði fjallar um dýravernd og var það frumkvöðlaverkefni á því sviði undir leiðsögn frábærs leiðbeinanda. Hygg nú á doktorsnám í þessum fræðum því erlendis er réttarsviðið að komast á þann stað að dýraréttindi er farin að banka upp á sem jafn mikilvæg og mannréttindi. Ég held að áhugi minn hafi kviknað þegar ég var ennþá bleyjubarn og móðir mín hvatti mig, með mig í fangi sínu, að strjúka lambi sem Markús nokkur, kunnur fjárbóndi í miðbæ Hafnarfjarðar hafði ræktað. Afi minn Gunnlaugur Stefánsson, stórkaupmaður í Hafnarfirði var líka fjárbóndi og var ég mikið með honum og fé hans. Dýravinskapur er mjög mikil dyggð Að skilgreina sig sem dýravin fylgir ábyrgð. Ábyrgðin felst í, að bera bera virðingu fyrir dýrum í hugsun, orði og verki. Sá sem hefur tilfinningu fyrir að njóta nærveru dýra, vill alls ekki kveðja þá nærveru. Sú nærvera getur verið svo ólýsanlega andlega gefandi að það er ómögulegt að lýsa henni. Hún er líka líkamlega gefandi. Fátt finnst mér skemmtilegra en að vera með hunda mína á gangi fjarri mannabyggð og fylgjast með þeim. Að koma í ilmandi fjár- eða hesthús er einstakt. Fjós heilla mig ekkert, þar er undirliggjandi sorgin ein, en ósýnileg. Dýravinskapurinn er svo öflugur að hann hjálpar jafnvel sjúkum. Nærvera sem getur haft miklu meira gildi og jafnvel betri áhrif en nærveran við manninn. - Þetta er mín reynsla! Allt sem gera þarf til að njóta alls þessa er að sýna dýrum auðmýkt og setja sig eins vel og hægt er í sömu spor þeirra, reyna að skilja þau og þarfir þeirra, þá kviknar neisti sem ekki er hægt að slökkva, maður vill ekki slökkva hann, maður vill meira. Dýrin veita okkar skilyrðislausa gleði. Óáreitt Í virðingu við dýr felst t.d. að leyfa dýrum að lifa óáreitt af manninum í sínum kjöraðstæðum. Það felst líka virðing í að enda ævi þeirra með mannlegum mætti þegar líf þeirra er orðið óbærilegt. Það felst ekki virðing í því að aflífa dýr sér til skemmtunar eða til matar, nema á harðbýlustu svæðum veraldar til matar. Það er t.d. visst ábyrgðaleysi og gríðarlegur tvískinnungur dýravinarins að leggja sér hold af dýri til munns og klappa samtímis gæludýri sínu við matarborðið. Í þvi félst hvorttveggja í senn virðingarleysi og mismunun og þannig gjaldfellir dýravinurinn skilgreiningu sína á sjálfum sér að vera dýravinur. Það sé ykkur til fæðu Íslendingar eru kristin þjóð, flestir fermdir og mjög margir rækta sína trú af dugnaði enda hafa fermdir staðfest loforð sitt um samfylgd við Guð. Ein af fyrstu fyrirmælum hans er að finna í sköpunarsögunni. Þegar hann skapað sáðjurtir og fræ sagði hann: það sé ykkur til fæðu. Trúin leggur mjög mikla áherslu á dýravernd. Kaþólska kirkjan gerði t.d. heilagan Frans frá Assisí að verndardýrlingi dýra. Að komast á þann stall innan stærstu kirkju heims, er ekki ókeypis. Gríðarlega langur aðdragandi er að því, sönnunarferillinn langur og rökstuðningurinn ítarlegur. Ver ei hryggur á fæðingarhátíð frelsara vors Jesú Krists Nú er í gangi mikill og flottur áróður ákveðins hóps dýraverndarsinna um að hafna hamborgarhryggnum um jólin og eflaust í þeirri von að sú höfnun verði ævarandi og smiti rækilega út frá sér. Hinn vel meinti áróður hinna fyrrnefndu kemur auðvitað alltof seint, þúsundum grísa var slátrað í haust og eru löngu komnir í frysti. Viðleitnin er samt góð. Tímasetning mín með þessum skrifum er úthugsuð. Nú koma þeir dagar sem jólabörnin huga að matarinnkaupum og reyni ég að hafa áhrif á. Að hryggnum og öðrum dýraafurðum verði hafnað. Hold af þjáðu dýri getur ekki verið gleðigjafi. Fyrir um tíu árum síðan þegar ég stóð aleinn í skrifum fyrir grísina í miðlum landsins tímasetti ég mig af mikilli nákvæmni og í takt við plön svínakjötsframleiðenda í þeirri von að minnka álagið á aumingja gylturnar í sínum ömurlegu aðstæðum á Íslandi. Á sama tíma og þessi áróður fyrir eina dýrategund er í gangi fallar aðrar gleymsku, það finnst er óafsakanleg mismunun og óréttlátt. Kalkúnar, lömb, hreindýr, alls kyns fiskur allt dýr með þjáningargöngu að baki. Afurðir mjólkurkúa, sem ganga langa þjáningagöngu ár eftir ár, þvingaðar til að verða þungaðar svo ostar og ísar séu í boði um hátíðarnar á borðum landsmanna. Ég er talsmaður þeirra allra þessara dýra með þessum skrifum og finnst óþolandi að þau séu skilin eftir. Lambið gekk frálst í haga en Gyrðir Elíasson hefur lýst því í einu kvæða sinna hvaða þjáningu það upplífði í sláturhúsinu, eins og öllu önnur dýr sem þar lenda. Kalkúnninn þurfti að þola sömu aðstæður og grísirnir og mæður þeirra, kýrnar eru sæddar ár eftir ár til að verða þungaðar af kálfi, sem dregin er frá þeim og sendur í sláturhús. Mjólkin er síðan soguð út úr kúnni svo hægt sé að framleið osta, ísa og þessa gagnslausu mjólk sem maðurinn sötrar í sig. Eina gagn mjólkurinnar er líklega þegar maðurinn er að jafna sig eftir timburmenn. Ég vil að dýraverndinni sé sýnd kurteisi og virðing og í því felst að öll dýr njóti hennar ekki einungis ein tegund. Dýravernd allra dýra er í andanna jólanna en einhversstaðar í hinni heilögu ritningu segir að Jesú hafi unnið fyrir alla, allt til sinna minnstu bræðra og systra. Guðfræðin túlkar það með þeim hætti að þar sé hann líka að vísa til dýranna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vernd okkar hefur borið mikinn árangur á síðasta áratug, höldum henni áfram. Læt litla grísinn í heimilda og áróðursmynd Animals Australia sem fór eins og eldur um sinu fyrir nokkrum árum eiga síðasta orðið í þessum tengli. Sérstaklega vandað efni. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar