Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2024 13:07 Benedikta varð fyrir miklum vonbrigðum með tillögu MAST og setur ennfremur spurningamerki við tímasetninguna. Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar. Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar.
Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06