Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar 14. desember 2024 09:02 Inngangur Á árinu sem er að líða gekk ég í gegnum einstæða reynslu, þ.e. að að bjóða fram í tvennum kosningum í þeirri viðleitni að vekja Íslendinga til vitundar um öfugþróun stjórnmálanna í átt til valdasamþjöppunar og valdaafsals, sem leiða munu þjóðina í fjárhagslegar og pólitískar ógöngur ef ekkert verður að gert. Í því sem hér fer á eftir verður staldrað við góðar og slæmar hliðar þessarar reynslu. Samhliða verða dregnar upp grófar útlínur, í von um að þessir punktar geti aukið skilning og komið öðrum að gagni á síðari stigum. Sub sole, sub umbra virens (Þróttmikil í sól og í skugga) Bjarta hliðin Í aðdraganda kosninganna gafst kostur á að tala við mikinn fjölda Íslendinga, bæði beint og óbeint (í gegnum fjölmiðla). Í kjölfarið hafa margir fundið hugrekki til að tjá sig sjálfir. Fólk sem ekki þekktist áður hefur kynnst og fundið nýjan vettvang til samvinnu og samtals. Von okkar er sú að búið sé að sá fræjum sem muni ná að spíra og bera ávöxt, þótt það taki einhver ár að spíra í hrjóstrugum íslenskum jarðvegi. Á þessari vegferð höfum við hjónin styrkt hjónaband okkar, enda höfum við staðið saman sem einn maður. Þar hefur vissulega hjálpað að hafa kynnst öllu þessu góða fólki sem á vegi okkar hefur orðið. Við treystum því og trúum að þessi vegferð hafi verið nauðsynleg þó svo að við höfum ekki (enn) uppskorið það sem vildum sjá. En ferðin mun leiða okkur í átt að réttu marki. Á þeirri leið gildir að vera þrautseig, hugrökk og hafa þrek til að færa fram sjónarmið sem aðrir treysta sér ekki til að ávarpa. Skuggahliðin Við höfum öll persónulega reynslu af þrautagöngu og erfiðleikum. Þjáning er forsenda skilnings. Að þekkja þjáningu eykur kærleikann til annarra sem hana þurfa að þola. Þjáning er andleg reynsla. Þjáning er ferðalag í gegnum myrkur í átt til ljóss, í gegnum þrengingar í von um frelsi, í gegnum prófraunir sem við stöndumst eða föllum á. Um leið verður okkur ljóst hvað betur hefði mátt gera, hvar við fórum út af sporinu. Okkur verður ljóst á endanum hvað var verið að prófa og við þekkjum okkur betur eftir á. Sú sjón er ekki alltaf þægileg. Freistandi getur verið að kenna öðrum um mistökin sem við gerðum. Vorum við óvarkár? Tillitslaus? Of beinskeytt? Hlustuðum við nægilega vel? Reynslupróf af þessu tagi er í raun sérstakt í tilviki sérhvers manns og sérhverrar þjóðar. Hver og einn verður að draga sinn eigin lærdóm og meta með sjálfum sér hver rétt viðbrögð séu og hver lærdómurinn er. Þjáningin er alltaf persónuleg reynsla sem ekki er hægt að ramma inn í kreddu eða kenningu um hvernig beri að túlka og skilja. Samt má segja að í þessu leynist kjarni sem vel má draga fram og ræða. Í eldraun eins og þessari reynir á allt það sem við höfum byggt tilveru okkar á. Sumar stoðirnar bresta. Hinar sem eftir standa þarf mögulega að styrkja enn frekar. Þetta má líta á sem gagnlegt hreinsunarferli anda, sálar og líkama, þ.e. ef stefnt er að upplýsingu og uppljómun. Lýðræðisflokkurinn sem andóf gegn andlausri, lífvana pólitík Hver sá sem býður sig fram til starfa á opinberum vettvangi fær fljótt að heyra þau skilaboð að hann verði að segja það sem fólkið vill heyra / segja það sem er vinsælt til að komast í stólinn sem keppt er um, en geta svo farið að sýna sitt rétta andlit þegar stólnum er náð. Slíkri ráðgjöf hlýtur heiðarlegur maður að hafna, því enginn vill ljúga sig inn á annað fólk eða ganga í augu þeirra á fölskum forsendum. Slíkt er ekki gott upphaf að hjónabandi og heldur ekki í opinberri þjónustu. Lýðræðisflokkurinn hefur sérstöðu gagnvart öðrum flokkum því við sem stöndum að honum viljum tala af heilindum og ekki reyna að ljúga okkur inn í hjörtu fólks. Það hefur verið sérstök reynsla að heyra atvinnustjórnmálamenn segja það sem þeir telja vera vinsælt til að afla sér fylgis, verandi sjálfur meðvitaður um það að þetta sama fólk mun segja eitthvað annað þegar það er komið inn á Alþingi eða inn í ríkisstjórn. Reynslan sýnir að ekki er til vinsælda fallið að boða aðhald í ríkisrekstri og nauðsynlegan niðurskurð þegar aðrir flokkar bjóða viðbótarútgjöld upp á hundruði milljarða króna úr opinberum sjóðum. Lýðræðisflokkurinn var stofnaður til að veita slíkri pólitík viðnám og til að benda á að hérlendis er orðið til lokað pólitískt kerfi, sem stuðlar að samþjöppun valds og þjónar kerfinu fremur en fólkinu sem kerfið var stofnað til að þjóna. Lærdómurinn um íslensk stjórnmál Þróun íslenskra stjórnmála í átt til lokaðs kerfis verður best skilin með hliðsjón af áhrifum EES samningsins. Frá gildistöku EES samningsins árið 1994 hefur Ísland breyst úr því að vera skýrt dæmi um þjóðríki (með eigin lög, tungumál og menningu) yfir í að vera aðildarríki (með innflutt lög, ensku sem vinnumál og fjölmenningu). Í framkvæmd hefur þetta leitt til þess að stjórnmálakerfið hefur umbreyst: Lóðrétt tengsl milli innlendra valdhafa og almennra borgara hafa trosnað. Á sama tíma hafa lárétt tengsl milli valdhafa styrkst á milli landa. Afleiðingin hefur orðið sú að þrengt hefur verið að pólitískri umræðu og þess í stað er sérfræðingum (tæknikrötum) ætlað að leysa þau vandamál sem upp koma, m.a. með því að starfrækja velferðarkerfi, fletja út ójöfnuð með innheimtu skatta og útgreiðslu bóta, auk þess að stuðla að vaxandi ríkisumsvifum og ríkisafskiptum. Á þessum grunni hafa vinstri og hægri flokkar þjappað sér inn á miðjuna undir því yfirskini að þannig sé unnt að bæta lífskjör almennings. Þetta gekk ágætlega á eftirstríðsárunum, en frá og með 8. áratugnum hefur hægt á hagvexti á meginlandi Evrópu. Í viðleitni til að takast á við þetta tóku stjórnmálaflokkar bæði til vinstri og hægri upp hugmynd EB um „sameiginlegan markað“ og stórfellda einkavæðingu í von um að blása nýju lífi í efnahagsmálin. Um þetta voru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sammála í ríkisstjórninni sem sat þegar fjármálahrunið varð 2008 og um þetta eru stjórnmálaflokkarnir enn sammála á árinu 2024. Þetta er eina leiðin til að skilja áhuga Viðreisnar og Samfylkingar á ESB aðild og eina leiðin til að skilja þjónkun Sjálfstæðisflokksins við ESB, sbr. m.a. frumvarpið um bókun 35 sem síðastnefndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram á Alþingi. Vandi stjórnmálanna (og þar með íslensku þjóðarinnar) er sá að ESB er lífvana, andlaust fyrirbæri, sem lýtur engu lýðræðislegu aðhaldi og þar sem skrifstofumenn, dómarar, bankamenn og forsætisráðherrar vinna, á bak við luktar dyr, að afgreiðslu mála „með einróma samþykki“. Á vettvangi ESB (og þar með EES) leysast hefðbundin stjórnmál upp, því kjörnir fulltrúar aðildarþjóða hafa ekki frumkvæðisrétt, heldur aðeins til að kjósa já eða nei um tillögur sem koma frá skrifstofuveldinu. Í raun er hér orðin til ný tegund stjórnarfars þar sem línurnar eru lagðar af ósýnilegum mönnum (diplómötum, skrifstofum og æðstu embættismönnum) og stefnumörkunin í reynd tekin úr höndum kjörinna stjórnmálamanna. ESB (og þar með EES) er í raun kerfi sem lýtur fámennisstjórn. Rökræður þeirra sem þar sitja heyrast ekki opinberlega. ESB er ekki lýðræðislegt fyrirbæri og þróast raunar stöðugt lengra í átt til tækniveldis (e. technocracy) þar sem valdið verður stöðugt fjarlægara þeim sem ákvarðanir beinast að, þ.e. almenningi / kjósendum / skattgreiðendum. Á sama tíma hefur samhengi valds og ábyrgðar orðið stöðugt veikara. Þessi þróun hefur gengið það langt að valkostirnir eru orðnir skýrir: Vilja Íslendingar fórna fullveldi landsins síns í samskiptum við sífellt ágengara erlent pólitískt sambandsríki eða viljum við hafa stjórn á okkar eigin málum og hafna því að renna inn í „Bandaríki Evrópu“? Í tilviki Íslands þurfa menn að ræða heiðarlega um það hvort EES samningurinn, eins og hann hefur þróast, samræmist kröfum um lýðræðislegt stjórnarfar. Í því samhengi þarf jafnframt að ræða heiðarlega hvort útþanið regluverk EES hentar íslenskum fyrirtækjum, sem flest eru lítil á evrópskan mælikvarða; hvort ESB aðild henti smáþjóð sem þarf að beygja sig undir að ákvarðanir um fiskveiðar o.fl. komi frá Brussel og hvort upptaka Evru henti íslensku hagkerfi. Lærdómurinn um íslenskt samfélag Við höfum lært að horfast í augu við að Ísland er klíkusamfélag, þar sem sumar klíkurnar (stjórnmálaflokkarnir) hafa gert samkomulag um að skammta sér 4 milljarða úr ríkissjóði á hverju kjörtímabili og lágmarka þannig líkur á að nýir flokkar komist á legg. Þannig er orðið til lokað pólitískt kerfi á Íslandi, þar sem allir flokkar hafa í raun runnið saman í eina stærri klíku sem sameinast um að styðja það kerfi sem að framan var lýst og um að jaðarsetja þá sem viðhafa aðra nálgun, sérstaklega hvað varðar kristileg viðmið, varðstöðu um fullveldið, lýðveldið (valddreifingu) o.fl. Slíkar skoðanir eru að ósekju kenndar við harðlínu / öfgar og grafið er undan lögmæti þeirra (og útbreiðslu) í fjölmiðlum og á netinu. Í klíkusamfélaginu leitast menn við að fela sig í hjörðinni, gagnrýna ekki félaga sína, síst af öllu foringjana. Í slíku andrúmslofti þrífast margs konar óhreinindi, spilling og óheilindi. Við höfum þurft að horfast í augu við þá staðreynd að ekki allir kjósendur ígrunda val sitt vel, heldur velja t.d. út frá útlitseinkennum og kynferði fremur en því sem frambjóðendur standa fyrir. Dæmi: „Ég er að hugsa um að kjósa hana því hún er með svo blítt andlit.“ / „Ég er svo heppin að ég þarf ekki að hugsa um hvern ég ætla að kjósa. Það er hefð í minni fjölskyldu að kjósa alltaf sama flokkinn.“ Á vinnustöðum er víða eitrað umhverfi þar sem fólki er ætlað að hafa tilteknar skoðanir og andmæli geta leitt til brottrekstrar. Umræðumenning er ekki nægilega langt komin þegar fólk / flokkar / skoðanir eru afgreiddar með hneykslun / flissi / sleggjudómum. Ef menn finna ekki hjá sér kjark til að tjá sig hreint út í slíku umhverfi má a.m.k. spyrja hvað hafi orðið um gildi þess að eiga opið samtal og fá að iðka gagnrýna hugsun. Við lifum í samfélagi þar sem fylkingar takast á fremur en að við sem einstaklingar reynum að finna sameiginlegan flöt. Þetta þýðir að við erum á villigötum sem samfélag. Fylkingar nútímans eru litlu skárri en klíkur og ættbálkar fyrri tíðar. Við þurfum ekki þessa endalausu baráttu milli fylkinga, heldur jafnvægi sem byrjar hjá hverjum og einum einstaklingi. Því má spyrja: Erum við, sem einstaklingar, í jafnvægi? Þurfum við ekki að byrja á að skoða það? Merkimiðanir sem við notum (Samfylkingarmaður, Valsari, Hvergerðingur) segja ekkert um hver við erum í raun. Vitum við hver við erum á bak við alla þessa merkimiða? Ef þér finnst þetta vera erfið spurning er kannski þægilegra að leita skjóls í vinnunni, drekkja sér í verkefnum á virkum dögum og í víni um helgar, til að þurfa ekki að hugsa. Flest 10 ára börn eiga í erfiðleikum með að lýsa sjálfum sér. Fullorðið fólk á ekki mikið auðveldara með það. Hver ertu? Pípari, smiður, bókari, kennari? Nei, þú ert farvegur Guðs. Hlutverk þitt er að miðla ljósi inn í þessa myrku veröld. Allt þetta þýðir í raun að við búum við skoðanakúgun sem er bæði sjálfskipuð og utanaðkomandi. Þetta birtist í því að fólk er hrætt við að tjá sig, óttast um afkomu sína, hræðist að falla í ónáð hjá klíkunni sem þau telja sig tilheyra. Í litlu samfélagi er gerð sú þögla krafa að menn ruggi ekki bátnum um of, heldur séu með á vagninum, með í partýinu. Lykilinn þekkja allir, þ.e. að „vera bara næs og skemmtilegur“. Vissulega er erfitt að vera einn á móti fjöldanum, en enginn maður sem vill vera heiðarlegur við sjálfa sig og aðra getur til lengdar barið niður sína innri rödd án þess að fara að lokum að fyrirlíta sjálfan sig. Samantekt Hér hafa verið nefnd stór álitamál sem tímabært er að tekin verði til heiðarlegrar umræðu. Í þeirri umræðu ber að gæta þess að kjósendur fái frið til að vega og meta andstæð sjónarmið. Í Egils-sögu (57. kap.) er því lýst hvernig sett voru upp vébönd í kringum þá sem leysa þurftu úr erfiðum álitaefnum. Véböndin gegndu því hlutverki að vernda þá sem innan þeirra voru, þannig að menn fengju frið til að hlusta, hugsa og mynda sér sjálfstæða skoðun, óáreittir. Þennan frið ber að verja með því að tryggja að fyrirtæki sem annast skoðanakannanir fari ekki að hanna skoðanir í aðdraganda kosninga. Með vísan til hinna fornu vébanda þarf að setja skýr tímatakmörk gagnvart því að birtar séu kannanir síðustu vikur fyrir kosningar. Án þess að hér sé fjallað um hvort / hvernig skoðanakannanir fæli almenning frá því að kjósa samkvæmt sinni eigin samvisku, þá er ljóst að nýir flokkar þurfa að berjast við ofurefli ríkisrekinna stjórnmálaflokka sem gera hvað sem er til að geta haldið áfram að fjármagna sig úr vösum almennings; við atvinnustjórnmálamenn sem segja hvað sem er til að fá að halda starfinu; við að hefja á loft hugsjónir sem hafa rykfallið; við hagsmunaöfl sem vilja standa vörð um kerfið sem verndar þau; við sofandahátt þeirra sem vilja ekki vakna og taka ábyrgð á samfélagi sínu; við eiginhagsmunahyggju þar sem menn slást um að komast að veisluborði pólitískrar spillingar; við leti sem vill reiða sig á ölmusur úr ríkissjóði fremur en eigin vinnu; við undirgefni sem kýs sömu kerfisflokkana aftur og aftur. Lokaorð Ég og málsvarar Lýðræðisflokksins stöndum við allt sem við höfum sagt opinberlega á árinu. Málflutningur okkar grundvallaðist á ást til landsins og umhyggju fyrir framtíð íslenskrar þjóðar. Þessi grunnafstaða knúði okkur til að benda á óþægilegar staðreyndir. Þar með settum við okkur í stöðu drengsins í sögunni um Nýju fötin keisarans, sem sannarlega aflaði sér ekki vinsælda, hvorki hjá allsberum valdhafanum né hjá þeim sem í sjúklegri meðvirkni höfðu tekið þátt í veruleikafirringu fína fólksins. Vonandi tekst okkur aftur að finna aftur þann siðræna grunn sem heilbrigt samfélag getur staðið á, grunn klassískra dyggða og góðra gilda, sem gefur fólki þrek til að standa með sjálfu sér, verja landið sitt og allt það góða sem það hefur fóstrað í aldanna rás. Nú er runninn upp tími hvíldar og endurmats þar sem færi gefst til að horfa á þróun mála úr fjarlægð - með von um að allt fari eins vel og hægt er. Höfundur er lögmaður og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Inngangur Á árinu sem er að líða gekk ég í gegnum einstæða reynslu, þ.e. að að bjóða fram í tvennum kosningum í þeirri viðleitni að vekja Íslendinga til vitundar um öfugþróun stjórnmálanna í átt til valdasamþjöppunar og valdaafsals, sem leiða munu þjóðina í fjárhagslegar og pólitískar ógöngur ef ekkert verður að gert. Í því sem hér fer á eftir verður staldrað við góðar og slæmar hliðar þessarar reynslu. Samhliða verða dregnar upp grófar útlínur, í von um að þessir punktar geti aukið skilning og komið öðrum að gagni á síðari stigum. Sub sole, sub umbra virens (Þróttmikil í sól og í skugga) Bjarta hliðin Í aðdraganda kosninganna gafst kostur á að tala við mikinn fjölda Íslendinga, bæði beint og óbeint (í gegnum fjölmiðla). Í kjölfarið hafa margir fundið hugrekki til að tjá sig sjálfir. Fólk sem ekki þekktist áður hefur kynnst og fundið nýjan vettvang til samvinnu og samtals. Von okkar er sú að búið sé að sá fræjum sem muni ná að spíra og bera ávöxt, þótt það taki einhver ár að spíra í hrjóstrugum íslenskum jarðvegi. Á þessari vegferð höfum við hjónin styrkt hjónaband okkar, enda höfum við staðið saman sem einn maður. Þar hefur vissulega hjálpað að hafa kynnst öllu þessu góða fólki sem á vegi okkar hefur orðið. Við treystum því og trúum að þessi vegferð hafi verið nauðsynleg þó svo að við höfum ekki (enn) uppskorið það sem vildum sjá. En ferðin mun leiða okkur í átt að réttu marki. Á þeirri leið gildir að vera þrautseig, hugrökk og hafa þrek til að færa fram sjónarmið sem aðrir treysta sér ekki til að ávarpa. Skuggahliðin Við höfum öll persónulega reynslu af þrautagöngu og erfiðleikum. Þjáning er forsenda skilnings. Að þekkja þjáningu eykur kærleikann til annarra sem hana þurfa að þola. Þjáning er andleg reynsla. Þjáning er ferðalag í gegnum myrkur í átt til ljóss, í gegnum þrengingar í von um frelsi, í gegnum prófraunir sem við stöndumst eða föllum á. Um leið verður okkur ljóst hvað betur hefði mátt gera, hvar við fórum út af sporinu. Okkur verður ljóst á endanum hvað var verið að prófa og við þekkjum okkur betur eftir á. Sú sjón er ekki alltaf þægileg. Freistandi getur verið að kenna öðrum um mistökin sem við gerðum. Vorum við óvarkár? Tillitslaus? Of beinskeytt? Hlustuðum við nægilega vel? Reynslupróf af þessu tagi er í raun sérstakt í tilviki sérhvers manns og sérhverrar þjóðar. Hver og einn verður að draga sinn eigin lærdóm og meta með sjálfum sér hver rétt viðbrögð séu og hver lærdómurinn er. Þjáningin er alltaf persónuleg reynsla sem ekki er hægt að ramma inn í kreddu eða kenningu um hvernig beri að túlka og skilja. Samt má segja að í þessu leynist kjarni sem vel má draga fram og ræða. Í eldraun eins og þessari reynir á allt það sem við höfum byggt tilveru okkar á. Sumar stoðirnar bresta. Hinar sem eftir standa þarf mögulega að styrkja enn frekar. Þetta má líta á sem gagnlegt hreinsunarferli anda, sálar og líkama, þ.e. ef stefnt er að upplýsingu og uppljómun. Lýðræðisflokkurinn sem andóf gegn andlausri, lífvana pólitík Hver sá sem býður sig fram til starfa á opinberum vettvangi fær fljótt að heyra þau skilaboð að hann verði að segja það sem fólkið vill heyra / segja það sem er vinsælt til að komast í stólinn sem keppt er um, en geta svo farið að sýna sitt rétta andlit þegar stólnum er náð. Slíkri ráðgjöf hlýtur heiðarlegur maður að hafna, því enginn vill ljúga sig inn á annað fólk eða ganga í augu þeirra á fölskum forsendum. Slíkt er ekki gott upphaf að hjónabandi og heldur ekki í opinberri þjónustu. Lýðræðisflokkurinn hefur sérstöðu gagnvart öðrum flokkum því við sem stöndum að honum viljum tala af heilindum og ekki reyna að ljúga okkur inn í hjörtu fólks. Það hefur verið sérstök reynsla að heyra atvinnustjórnmálamenn segja það sem þeir telja vera vinsælt til að afla sér fylgis, verandi sjálfur meðvitaður um það að þetta sama fólk mun segja eitthvað annað þegar það er komið inn á Alþingi eða inn í ríkisstjórn. Reynslan sýnir að ekki er til vinsælda fallið að boða aðhald í ríkisrekstri og nauðsynlegan niðurskurð þegar aðrir flokkar bjóða viðbótarútgjöld upp á hundruði milljarða króna úr opinberum sjóðum. Lýðræðisflokkurinn var stofnaður til að veita slíkri pólitík viðnám og til að benda á að hérlendis er orðið til lokað pólitískt kerfi, sem stuðlar að samþjöppun valds og þjónar kerfinu fremur en fólkinu sem kerfið var stofnað til að þjóna. Lærdómurinn um íslensk stjórnmál Þróun íslenskra stjórnmála í átt til lokaðs kerfis verður best skilin með hliðsjón af áhrifum EES samningsins. Frá gildistöku EES samningsins árið 1994 hefur Ísland breyst úr því að vera skýrt dæmi um þjóðríki (með eigin lög, tungumál og menningu) yfir í að vera aðildarríki (með innflutt lög, ensku sem vinnumál og fjölmenningu). Í framkvæmd hefur þetta leitt til þess að stjórnmálakerfið hefur umbreyst: Lóðrétt tengsl milli innlendra valdhafa og almennra borgara hafa trosnað. Á sama tíma hafa lárétt tengsl milli valdhafa styrkst á milli landa. Afleiðingin hefur orðið sú að þrengt hefur verið að pólitískri umræðu og þess í stað er sérfræðingum (tæknikrötum) ætlað að leysa þau vandamál sem upp koma, m.a. með því að starfrækja velferðarkerfi, fletja út ójöfnuð með innheimtu skatta og útgreiðslu bóta, auk þess að stuðla að vaxandi ríkisumsvifum og ríkisafskiptum. Á þessum grunni hafa vinstri og hægri flokkar þjappað sér inn á miðjuna undir því yfirskini að þannig sé unnt að bæta lífskjör almennings. Þetta gekk ágætlega á eftirstríðsárunum, en frá og með 8. áratugnum hefur hægt á hagvexti á meginlandi Evrópu. Í viðleitni til að takast á við þetta tóku stjórnmálaflokkar bæði til vinstri og hægri upp hugmynd EB um „sameiginlegan markað“ og stórfellda einkavæðingu í von um að blása nýju lífi í efnahagsmálin. Um þetta voru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sammála í ríkisstjórninni sem sat þegar fjármálahrunið varð 2008 og um þetta eru stjórnmálaflokkarnir enn sammála á árinu 2024. Þetta er eina leiðin til að skilja áhuga Viðreisnar og Samfylkingar á ESB aðild og eina leiðin til að skilja þjónkun Sjálfstæðisflokksins við ESB, sbr. m.a. frumvarpið um bókun 35 sem síðastnefndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram á Alþingi. Vandi stjórnmálanna (og þar með íslensku þjóðarinnar) er sá að ESB er lífvana, andlaust fyrirbæri, sem lýtur engu lýðræðislegu aðhaldi og þar sem skrifstofumenn, dómarar, bankamenn og forsætisráðherrar vinna, á bak við luktar dyr, að afgreiðslu mála „með einróma samþykki“. Á vettvangi ESB (og þar með EES) leysast hefðbundin stjórnmál upp, því kjörnir fulltrúar aðildarþjóða hafa ekki frumkvæðisrétt, heldur aðeins til að kjósa já eða nei um tillögur sem koma frá skrifstofuveldinu. Í raun er hér orðin til ný tegund stjórnarfars þar sem línurnar eru lagðar af ósýnilegum mönnum (diplómötum, skrifstofum og æðstu embættismönnum) og stefnumörkunin í reynd tekin úr höndum kjörinna stjórnmálamanna. ESB (og þar með EES) er í raun kerfi sem lýtur fámennisstjórn. Rökræður þeirra sem þar sitja heyrast ekki opinberlega. ESB er ekki lýðræðislegt fyrirbæri og þróast raunar stöðugt lengra í átt til tækniveldis (e. technocracy) þar sem valdið verður stöðugt fjarlægara þeim sem ákvarðanir beinast að, þ.e. almenningi / kjósendum / skattgreiðendum. Á sama tíma hefur samhengi valds og ábyrgðar orðið stöðugt veikara. Þessi þróun hefur gengið það langt að valkostirnir eru orðnir skýrir: Vilja Íslendingar fórna fullveldi landsins síns í samskiptum við sífellt ágengara erlent pólitískt sambandsríki eða viljum við hafa stjórn á okkar eigin málum og hafna því að renna inn í „Bandaríki Evrópu“? Í tilviki Íslands þurfa menn að ræða heiðarlega um það hvort EES samningurinn, eins og hann hefur þróast, samræmist kröfum um lýðræðislegt stjórnarfar. Í því samhengi þarf jafnframt að ræða heiðarlega hvort útþanið regluverk EES hentar íslenskum fyrirtækjum, sem flest eru lítil á evrópskan mælikvarða; hvort ESB aðild henti smáþjóð sem þarf að beygja sig undir að ákvarðanir um fiskveiðar o.fl. komi frá Brussel og hvort upptaka Evru henti íslensku hagkerfi. Lærdómurinn um íslenskt samfélag Við höfum lært að horfast í augu við að Ísland er klíkusamfélag, þar sem sumar klíkurnar (stjórnmálaflokkarnir) hafa gert samkomulag um að skammta sér 4 milljarða úr ríkissjóði á hverju kjörtímabili og lágmarka þannig líkur á að nýir flokkar komist á legg. Þannig er orðið til lokað pólitískt kerfi á Íslandi, þar sem allir flokkar hafa í raun runnið saman í eina stærri klíku sem sameinast um að styðja það kerfi sem að framan var lýst og um að jaðarsetja þá sem viðhafa aðra nálgun, sérstaklega hvað varðar kristileg viðmið, varðstöðu um fullveldið, lýðveldið (valddreifingu) o.fl. Slíkar skoðanir eru að ósekju kenndar við harðlínu / öfgar og grafið er undan lögmæti þeirra (og útbreiðslu) í fjölmiðlum og á netinu. Í klíkusamfélaginu leitast menn við að fela sig í hjörðinni, gagnrýna ekki félaga sína, síst af öllu foringjana. Í slíku andrúmslofti þrífast margs konar óhreinindi, spilling og óheilindi. Við höfum þurft að horfast í augu við þá staðreynd að ekki allir kjósendur ígrunda val sitt vel, heldur velja t.d. út frá útlitseinkennum og kynferði fremur en því sem frambjóðendur standa fyrir. Dæmi: „Ég er að hugsa um að kjósa hana því hún er með svo blítt andlit.“ / „Ég er svo heppin að ég þarf ekki að hugsa um hvern ég ætla að kjósa. Það er hefð í minni fjölskyldu að kjósa alltaf sama flokkinn.“ Á vinnustöðum er víða eitrað umhverfi þar sem fólki er ætlað að hafa tilteknar skoðanir og andmæli geta leitt til brottrekstrar. Umræðumenning er ekki nægilega langt komin þegar fólk / flokkar / skoðanir eru afgreiddar með hneykslun / flissi / sleggjudómum. Ef menn finna ekki hjá sér kjark til að tjá sig hreint út í slíku umhverfi má a.m.k. spyrja hvað hafi orðið um gildi þess að eiga opið samtal og fá að iðka gagnrýna hugsun. Við lifum í samfélagi þar sem fylkingar takast á fremur en að við sem einstaklingar reynum að finna sameiginlegan flöt. Þetta þýðir að við erum á villigötum sem samfélag. Fylkingar nútímans eru litlu skárri en klíkur og ættbálkar fyrri tíðar. Við þurfum ekki þessa endalausu baráttu milli fylkinga, heldur jafnvægi sem byrjar hjá hverjum og einum einstaklingi. Því má spyrja: Erum við, sem einstaklingar, í jafnvægi? Þurfum við ekki að byrja á að skoða það? Merkimiðanir sem við notum (Samfylkingarmaður, Valsari, Hvergerðingur) segja ekkert um hver við erum í raun. Vitum við hver við erum á bak við alla þessa merkimiða? Ef þér finnst þetta vera erfið spurning er kannski þægilegra að leita skjóls í vinnunni, drekkja sér í verkefnum á virkum dögum og í víni um helgar, til að þurfa ekki að hugsa. Flest 10 ára börn eiga í erfiðleikum með að lýsa sjálfum sér. Fullorðið fólk á ekki mikið auðveldara með það. Hver ertu? Pípari, smiður, bókari, kennari? Nei, þú ert farvegur Guðs. Hlutverk þitt er að miðla ljósi inn í þessa myrku veröld. Allt þetta þýðir í raun að við búum við skoðanakúgun sem er bæði sjálfskipuð og utanaðkomandi. Þetta birtist í því að fólk er hrætt við að tjá sig, óttast um afkomu sína, hræðist að falla í ónáð hjá klíkunni sem þau telja sig tilheyra. Í litlu samfélagi er gerð sú þögla krafa að menn ruggi ekki bátnum um of, heldur séu með á vagninum, með í partýinu. Lykilinn þekkja allir, þ.e. að „vera bara næs og skemmtilegur“. Vissulega er erfitt að vera einn á móti fjöldanum, en enginn maður sem vill vera heiðarlegur við sjálfa sig og aðra getur til lengdar barið niður sína innri rödd án þess að fara að lokum að fyrirlíta sjálfan sig. Samantekt Hér hafa verið nefnd stór álitamál sem tímabært er að tekin verði til heiðarlegrar umræðu. Í þeirri umræðu ber að gæta þess að kjósendur fái frið til að vega og meta andstæð sjónarmið. Í Egils-sögu (57. kap.) er því lýst hvernig sett voru upp vébönd í kringum þá sem leysa þurftu úr erfiðum álitaefnum. Véböndin gegndu því hlutverki að vernda þá sem innan þeirra voru, þannig að menn fengju frið til að hlusta, hugsa og mynda sér sjálfstæða skoðun, óáreittir. Þennan frið ber að verja með því að tryggja að fyrirtæki sem annast skoðanakannanir fari ekki að hanna skoðanir í aðdraganda kosninga. Með vísan til hinna fornu vébanda þarf að setja skýr tímatakmörk gagnvart því að birtar séu kannanir síðustu vikur fyrir kosningar. Án þess að hér sé fjallað um hvort / hvernig skoðanakannanir fæli almenning frá því að kjósa samkvæmt sinni eigin samvisku, þá er ljóst að nýir flokkar þurfa að berjast við ofurefli ríkisrekinna stjórnmálaflokka sem gera hvað sem er til að geta haldið áfram að fjármagna sig úr vösum almennings; við atvinnustjórnmálamenn sem segja hvað sem er til að fá að halda starfinu; við að hefja á loft hugsjónir sem hafa rykfallið; við hagsmunaöfl sem vilja standa vörð um kerfið sem verndar þau; við sofandahátt þeirra sem vilja ekki vakna og taka ábyrgð á samfélagi sínu; við eiginhagsmunahyggju þar sem menn slást um að komast að veisluborði pólitískrar spillingar; við leti sem vill reiða sig á ölmusur úr ríkissjóði fremur en eigin vinnu; við undirgefni sem kýs sömu kerfisflokkana aftur og aftur. Lokaorð Ég og málsvarar Lýðræðisflokksins stöndum við allt sem við höfum sagt opinberlega á árinu. Málflutningur okkar grundvallaðist á ást til landsins og umhyggju fyrir framtíð íslenskrar þjóðar. Þessi grunnafstaða knúði okkur til að benda á óþægilegar staðreyndir. Þar með settum við okkur í stöðu drengsins í sögunni um Nýju fötin keisarans, sem sannarlega aflaði sér ekki vinsælda, hvorki hjá allsberum valdhafanum né hjá þeim sem í sjúklegri meðvirkni höfðu tekið þátt í veruleikafirringu fína fólksins. Vonandi tekst okkur aftur að finna aftur þann siðræna grunn sem heilbrigt samfélag getur staðið á, grunn klassískra dyggða og góðra gilda, sem gefur fólki þrek til að standa með sjálfu sér, verja landið sitt og allt það góða sem það hefur fóstrað í aldanna rás. Nú er runninn upp tími hvíldar og endurmats þar sem færi gefst til að horfa á þróun mála úr fjarlægð - með von um að allt fari eins vel og hægt er. Höfundur er lögmaður og einn af stofnendum Lýðræðisflokksins
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun