Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar 14. desember 2024 14:32 Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun