Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 13:22 Stelpurnar okkar eru smám saman að skapa þá skemmtilegu jólahefð að Ísland sé á stórmóti í desember. Þær geta nú komist á þriðja stórmótið í röð. Getty/Christina Pahnke Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía.
HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira