Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar 16. desember 2024 18:01 Greinar á Heimildinni um það orð. Og sögur þolenda frá þeim fordómum, kölluðu upp minningar um þann hrylling og grimmd sem var og er að baki þessu orði. Það er grimmt og hefur haft ótal leiðir birtinga. Þöggunin sem var krafist um svo margt af slíku, viðhélt svo viðhorfunum að baki orðinu, og hegðuninni. Grein Drífu Snædal um vændi á Vísi ´14.12 sýnir að undirtónn laga um atriði sem snerta kynlíf er í þjónustu karlkyns, ekki kvenna. Það orð er í raun grimmasta orðið í heimi karlrembu. Af því að það er miðað við að afneita konum athygli varðandi heilsu sína og almenna líðan. Atriði sem karlkyn myndi ekki láta bjóða sér. Það var til að slétta öllu um konur niður á jörð. Gert til að réttlæta að þurfa ekki að sýna samhygð og dýpt til skilnings á: Að konur hafa annað kerfi en karlar. Hormónar skapa allt mögulegt í líkömum kvenna, sem er ekki um að þrá móður sína, né til að þrá að verða móðir. Það var notað til að kúpla út frá því að vinna að því að mæta þeim í því hvernig þeim leið. Enska orðið um það er „Hysterical“. Sem verður þá að annarri meiningu á Íslensku, og kallast þá ímyndunar-veiki. Samskonar niðurlæging. Ég vitnaði lærðan karlmann neita systur sinni um athygli, þegar hún stóð á erfiðum krossgötum, með viðfangsefni sem hefði verið hægt að laga. Ef vilji og skilningur hefðu verið í þeim hugum sem hún endaði hjá. Þegar rökhyggjan átti að blífa. Og það séð sem aumingjaháttur þegar tilfinningasemi var sýnd. Bar það viðhorf og ber slæmt merki um kostnað rökhyggjunar gegn hjartanu. Þetta orð kemur frá djúpum fordómum, alla vega sumra karla gegn konum. Og um leið viðhorfum í þeim körlum að telja sig vera þá einu sem eigi alvöru tilverurétt á jörðu. Við sjáum það í viðhorfum Talibana. Við sjáum það líka að þó nokkuð magni í Trump og ótal öðrum. Körlum sem hafa níðst á rétti kvenna til tilveru. Hvort sem það var að neita að veita þeim læknishjálp. Eða viðurkenna rétt kvenna til að ráða hvað þær gera við líkama sína. Svo voru, og eru það makar sem höfðu fengið konur sem upplifðu ekkert eigið virði, og töldu sig eiga að vera „Undir-gefnar. Tilfinning og upplifun sem ég vona að sé að hverfa. En hverfur ekki nema stelpur fái alla þá innri uppbyggingu frá foreldrum eða nái nægri meðvitund fyrir því mikilvæga atriði og sjái um að öðlast hana á eigin vegum. Síðan er það auðvitað alger krafa að ungir drengir fái líka rétt uppeldi og að virða konur og læra að þekkja sjálfa sig sem menn með samhygð og umhyggju. Aðilar trúarbragða voru iðnir við það um aldir að heilaþvo konur til þess að sjá sig ekki eiga neinn tilverurétt á eigin forsendum. Af því að þeir sáu okkur konur vera skapaðar til að sinna þörfum þeirra án viðnáms, og eigin skoðana. Við sjáum það enn í sumum trúarbrögðum eins og ég sé hér í fjölþjóðasamfélagi. Karlinn léttklæddur í bol og stuttbuxum, en konan hulin frá toppi til táar. Augun sjást varla heldur. Ég þekki unga konu hér sem er í þeim trúarflokki, en neitar að lúta þeim viðhorfum og klæðist eins og henni hentar. Þegar ég var í Húsó um árið, man ég blessaða skólastýruna vera með komplex sem hinar konurnar voru kennarar okkar voru ekki með. Hún hélt þessa fyrirlestra af og til yfir okkur, að við værum heppnar og værum hér til að þjóna eiginmönnum. Hún var um það bil miðaldra þá eða svo, en ekki gift. Svo að ég velti því fyrir mér seinna hvort hún gæti hafa verið samkynhneigð á tímum snemma á sjötta áratugnum þegar það var engan veginn mögulegt að koma út. Það þá skapað ástæðuna fyrir að hún hafi látið þessa hugsun verða til. Kona sem var með offylgni við karlveldið þá Ég upplifði líka sérkennilegt dæmi um ofur karlfylgni konu. Konu sem sýndi dóttur sinni enga samhygð, þegar hún að lokum hafði öðlast nægt sjálfvirði til að deila sérkennilegri reynslu kynferðislegrar áreitni með henni. Sem hún af ótal ástæðum hafði ekki getað tjáð sig um, fyrr en eftir nokkra áratugi. Það voru engin orð eða veruleiki í þjóðinni þá á sjötta áratugnum um að tjá sig um slíkt. Hún hafði droppað inn á fyrri vinnustað þegar hún átti leið um nágrennið. Þegar hún kom inn, kom það henni mjög á óvart. Að fyrri yfirmaðurinn sagði þegaar hann sá hana, að hann vildi að hún kæmi inn á skrifstofu til sín þegar hún væri búin að spjalla við konurnar sem unnu þar. Hann var nógu gamall til að geta verið afi hennar. Hún skildi ekkert hvað hann gæti viljað henni. Það var ekkert samband, engin tenging. En af kurteisi fór hún samt inn á skrifstofuna, og settist í stólinn hinum megin við skrifborðið. Svo kom þessi sjokkerandi spurning. Hefur þú haft kynmök? Svarið var nei. Þá kom ástæðan upp fyrir að hafa viljað fá hana þangað inn. Atriðið var að það væri mjög mikilvægt: Að við konur vissum hvernig menn ættu að fara að því að setja „typpið inn í okkur“, og bauð sig fram sem þann kennara. Þau orð voru algert sjokk fyrir hana. Það varð einskonar innvortis rafmagnssjokks útfall sem gerðist í henni. Hún svaraði honum ekki, en gekk út. Gul og rauð og græn í framan. Hún náði að segja einni af konunum þar frá þessu stuttu seinna, en svo hélt hún því leyndu. Sorglega vitandi að það væri enga gagnlega hjálp að fá. Karlar séðir sem réttháir á þeim tímum. Eftir nokkra áratugi kom svo sá tími frá að hafa eignast sjálfa sig meira sem einstakling, að hún ákvað að segja konunni sem hafði fætt hana í heiminn, frá þessari reynslu. Þá komu þessi orð sem lýstu í raun undirtóni afbrigðis móðursýkis trúar viðhorfa. Kona að hugsa eins og karlmaður. Af hverju ertu að segja mér þetta núna? Af hverju hugsar þú ekki um hann, og heiður hans. Og hann sem er dáinn? (Sem skipti máli í huga hennar). Ekki orð um að það hefði verið sjokk fyrir dóttur sína sem ungling að upplifa slíkt. Já, orðið móðursýki og þá afneitun á reynslu annarrar mannveru að kalla það væl og aumingjahátt, kom því miður ekki endilega bara frá karlkyni. Konur áttu það líka til, að demba því að kynsystrum sínum í lítilsvirðingu og dómhörku. Þetta var á fyrri hluta sjötta áratugs síðustu aldar. Það að hugsa um það í dag, og sjá mig þar með þá upplifun í kerfinu. Ofan á það var svo óralangt í að nokkur forvitni um kynfærin væri í gangi. Og umhverfið sem ég var í, ekki nein hvatning heldur. Það sýnir svo margt um það sem hékk í skýjunum og himninum sem ekki mátti tala um. Þá hefði viðkomandi líka verið séð sem að klaga. Og það séð sem verra en atvikið eins og kom fram í svari konunnar sem stóð með manninum, en ekki dóttur sinni um það. Nú sé ég andrúmsloftið og viðhorfið á bak við það atriði forréttinda karla, hafa verið djúp ógn við karlveldið. Slíku fylgdi oft langtíma þöggun á erfiðri reynslu, sem þá sat og situr í taugakerfum líkamans. Tjáning léttir á þeirri byrði. En enginn virtist skilja það þá. Doði heilans frá þöggunarkröfu til að þjóna þeim. Ég sé frá ýmsu í lífi mínu að var það sem gerðist, einskonar sjokks orkuútsláttur sem skapaði doða. Útkoma sem ég gat ekki skilið en náði svo að fá það áratugum síðar utan frá í bókum Peter A Levine. Markmiðið var að halda konum niðri Það er líka staðfesting á þessu með hinu djúpa innra virðisleysi. Sérstaklega þegar enginn skildi að rökhyggjuhliðin um að vita að maður hafi virði, er bara engan veginn nóg til lengdar. Og dugar engan veginn í áskorun lífsbaráttunnar. Af því að ef langtíma heilbrigðt viðmót er ekki til staðar. Er sú vitneskja ekki nærri nægilega uppbyggjandi fyrir sjálfið, til að geta svarað sterklega til baka þegar slæmir hlutir koma að manni. Þá virkar niðurlægingar skilaboðið sjálfvirkt þannig, að innri rödd undirvitundarinnar gefur sjálfri sér það sama slæma skilaboð. Svo að þeir karlar sem sáu og sjá sig enn á okkar tímum eiga rétt á algerum yfirráðum yfir konum. Vissu og vita það og nýta sér bæði ómeðvitað sem meðvitað. Ótal læknar hafa ásakað konur um móðursýki. Og við þurfum að skilja að það birtist hvort sem þeir sögðu það, sýndu og sýna. Með því viðmóti að nenna ekki að vera með nánd og athygli á lýsingum kvenna á því sem er að í líkama þeirra. Ég hef líka upplifað það. Slík vanræksla hefur þær afleiðingar að það látið hana, og lætur þau sem upplifa slíkt, fara oft á aðra rás. Sem er ekki skipulagt röklega heldur af undirvitund til að halda mannverunni á lífi. Og hafa þá oft margskonar leifar af því erfiða sem gerðist alla ævi um borð í sér. Nema ef viðkomandi nær að fá tækifæri til að tjá sig um það. Einstaklingar eru enn að lifa það viðhorf, konur á einn hátt og veg, en karlar á annan hátt. Konur því miður þrátt fyrir alla jafnréttis baráttu, og MeToo, Ég Líka hreyfingu. Prestar ólu á réttlætingum á þessu. Undirliggjandi orkan er enn í virkni í heiminum, og á Íslandi sem einhver hluti einstaklinga er því miður enn að draga að sér og sjá sig eiga rétt á. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Greinar á Heimildinni um það orð. Og sögur þolenda frá þeim fordómum, kölluðu upp minningar um þann hrylling og grimmd sem var og er að baki þessu orði. Það er grimmt og hefur haft ótal leiðir birtinga. Þöggunin sem var krafist um svo margt af slíku, viðhélt svo viðhorfunum að baki orðinu, og hegðuninni. Grein Drífu Snædal um vændi á Vísi ´14.12 sýnir að undirtónn laga um atriði sem snerta kynlíf er í þjónustu karlkyns, ekki kvenna. Það orð er í raun grimmasta orðið í heimi karlrembu. Af því að það er miðað við að afneita konum athygli varðandi heilsu sína og almenna líðan. Atriði sem karlkyn myndi ekki láta bjóða sér. Það var til að slétta öllu um konur niður á jörð. Gert til að réttlæta að þurfa ekki að sýna samhygð og dýpt til skilnings á: Að konur hafa annað kerfi en karlar. Hormónar skapa allt mögulegt í líkömum kvenna, sem er ekki um að þrá móður sína, né til að þrá að verða móðir. Það var notað til að kúpla út frá því að vinna að því að mæta þeim í því hvernig þeim leið. Enska orðið um það er „Hysterical“. Sem verður þá að annarri meiningu á Íslensku, og kallast þá ímyndunar-veiki. Samskonar niðurlæging. Ég vitnaði lærðan karlmann neita systur sinni um athygli, þegar hún stóð á erfiðum krossgötum, með viðfangsefni sem hefði verið hægt að laga. Ef vilji og skilningur hefðu verið í þeim hugum sem hún endaði hjá. Þegar rökhyggjan átti að blífa. Og það séð sem aumingjaháttur þegar tilfinningasemi var sýnd. Bar það viðhorf og ber slæmt merki um kostnað rökhyggjunar gegn hjartanu. Þetta orð kemur frá djúpum fordómum, alla vega sumra karla gegn konum. Og um leið viðhorfum í þeim körlum að telja sig vera þá einu sem eigi alvöru tilverurétt á jörðu. Við sjáum það í viðhorfum Talibana. Við sjáum það líka að þó nokkuð magni í Trump og ótal öðrum. Körlum sem hafa níðst á rétti kvenna til tilveru. Hvort sem það var að neita að veita þeim læknishjálp. Eða viðurkenna rétt kvenna til að ráða hvað þær gera við líkama sína. Svo voru, og eru það makar sem höfðu fengið konur sem upplifðu ekkert eigið virði, og töldu sig eiga að vera „Undir-gefnar. Tilfinning og upplifun sem ég vona að sé að hverfa. En hverfur ekki nema stelpur fái alla þá innri uppbyggingu frá foreldrum eða nái nægri meðvitund fyrir því mikilvæga atriði og sjái um að öðlast hana á eigin vegum. Síðan er það auðvitað alger krafa að ungir drengir fái líka rétt uppeldi og að virða konur og læra að þekkja sjálfa sig sem menn með samhygð og umhyggju. Aðilar trúarbragða voru iðnir við það um aldir að heilaþvo konur til þess að sjá sig ekki eiga neinn tilverurétt á eigin forsendum. Af því að þeir sáu okkur konur vera skapaðar til að sinna þörfum þeirra án viðnáms, og eigin skoðana. Við sjáum það enn í sumum trúarbrögðum eins og ég sé hér í fjölþjóðasamfélagi. Karlinn léttklæddur í bol og stuttbuxum, en konan hulin frá toppi til táar. Augun sjást varla heldur. Ég þekki unga konu hér sem er í þeim trúarflokki, en neitar að lúta þeim viðhorfum og klæðist eins og henni hentar. Þegar ég var í Húsó um árið, man ég blessaða skólastýruna vera með komplex sem hinar konurnar voru kennarar okkar voru ekki með. Hún hélt þessa fyrirlestra af og til yfir okkur, að við værum heppnar og værum hér til að þjóna eiginmönnum. Hún var um það bil miðaldra þá eða svo, en ekki gift. Svo að ég velti því fyrir mér seinna hvort hún gæti hafa verið samkynhneigð á tímum snemma á sjötta áratugnum þegar það var engan veginn mögulegt að koma út. Það þá skapað ástæðuna fyrir að hún hafi látið þessa hugsun verða til. Kona sem var með offylgni við karlveldið þá Ég upplifði líka sérkennilegt dæmi um ofur karlfylgni konu. Konu sem sýndi dóttur sinni enga samhygð, þegar hún að lokum hafði öðlast nægt sjálfvirði til að deila sérkennilegri reynslu kynferðislegrar áreitni með henni. Sem hún af ótal ástæðum hafði ekki getað tjáð sig um, fyrr en eftir nokkra áratugi. Það voru engin orð eða veruleiki í þjóðinni þá á sjötta áratugnum um að tjá sig um slíkt. Hún hafði droppað inn á fyrri vinnustað þegar hún átti leið um nágrennið. Þegar hún kom inn, kom það henni mjög á óvart. Að fyrri yfirmaðurinn sagði þegaar hann sá hana, að hann vildi að hún kæmi inn á skrifstofu til sín þegar hún væri búin að spjalla við konurnar sem unnu þar. Hann var nógu gamall til að geta verið afi hennar. Hún skildi ekkert hvað hann gæti viljað henni. Það var ekkert samband, engin tenging. En af kurteisi fór hún samt inn á skrifstofuna, og settist í stólinn hinum megin við skrifborðið. Svo kom þessi sjokkerandi spurning. Hefur þú haft kynmök? Svarið var nei. Þá kom ástæðan upp fyrir að hafa viljað fá hana þangað inn. Atriðið var að það væri mjög mikilvægt: Að við konur vissum hvernig menn ættu að fara að því að setja „typpið inn í okkur“, og bauð sig fram sem þann kennara. Þau orð voru algert sjokk fyrir hana. Það varð einskonar innvortis rafmagnssjokks útfall sem gerðist í henni. Hún svaraði honum ekki, en gekk út. Gul og rauð og græn í framan. Hún náði að segja einni af konunum þar frá þessu stuttu seinna, en svo hélt hún því leyndu. Sorglega vitandi að það væri enga gagnlega hjálp að fá. Karlar séðir sem réttháir á þeim tímum. Eftir nokkra áratugi kom svo sá tími frá að hafa eignast sjálfa sig meira sem einstakling, að hún ákvað að segja konunni sem hafði fætt hana í heiminn, frá þessari reynslu. Þá komu þessi orð sem lýstu í raun undirtóni afbrigðis móðursýkis trúar viðhorfa. Kona að hugsa eins og karlmaður. Af hverju ertu að segja mér þetta núna? Af hverju hugsar þú ekki um hann, og heiður hans. Og hann sem er dáinn? (Sem skipti máli í huga hennar). Ekki orð um að það hefði verið sjokk fyrir dóttur sína sem ungling að upplifa slíkt. Já, orðið móðursýki og þá afneitun á reynslu annarrar mannveru að kalla það væl og aumingjahátt, kom því miður ekki endilega bara frá karlkyni. Konur áttu það líka til, að demba því að kynsystrum sínum í lítilsvirðingu og dómhörku. Þetta var á fyrri hluta sjötta áratugs síðustu aldar. Það að hugsa um það í dag, og sjá mig þar með þá upplifun í kerfinu. Ofan á það var svo óralangt í að nokkur forvitni um kynfærin væri í gangi. Og umhverfið sem ég var í, ekki nein hvatning heldur. Það sýnir svo margt um það sem hékk í skýjunum og himninum sem ekki mátti tala um. Þá hefði viðkomandi líka verið séð sem að klaga. Og það séð sem verra en atvikið eins og kom fram í svari konunnar sem stóð með manninum, en ekki dóttur sinni um það. Nú sé ég andrúmsloftið og viðhorfið á bak við það atriði forréttinda karla, hafa verið djúp ógn við karlveldið. Slíku fylgdi oft langtíma þöggun á erfiðri reynslu, sem þá sat og situr í taugakerfum líkamans. Tjáning léttir á þeirri byrði. En enginn virtist skilja það þá. Doði heilans frá þöggunarkröfu til að þjóna þeim. Ég sé frá ýmsu í lífi mínu að var það sem gerðist, einskonar sjokks orkuútsláttur sem skapaði doða. Útkoma sem ég gat ekki skilið en náði svo að fá það áratugum síðar utan frá í bókum Peter A Levine. Markmiðið var að halda konum niðri Það er líka staðfesting á þessu með hinu djúpa innra virðisleysi. Sérstaklega þegar enginn skildi að rökhyggjuhliðin um að vita að maður hafi virði, er bara engan veginn nóg til lengdar. Og dugar engan veginn í áskorun lífsbaráttunnar. Af því að ef langtíma heilbrigðt viðmót er ekki til staðar. Er sú vitneskja ekki nærri nægilega uppbyggjandi fyrir sjálfið, til að geta svarað sterklega til baka þegar slæmir hlutir koma að manni. Þá virkar niðurlægingar skilaboðið sjálfvirkt þannig, að innri rödd undirvitundarinnar gefur sjálfri sér það sama slæma skilaboð. Svo að þeir karlar sem sáu og sjá sig enn á okkar tímum eiga rétt á algerum yfirráðum yfir konum. Vissu og vita það og nýta sér bæði ómeðvitað sem meðvitað. Ótal læknar hafa ásakað konur um móðursýki. Og við þurfum að skilja að það birtist hvort sem þeir sögðu það, sýndu og sýna. Með því viðmóti að nenna ekki að vera með nánd og athygli á lýsingum kvenna á því sem er að í líkama þeirra. Ég hef líka upplifað það. Slík vanræksla hefur þær afleiðingar að það látið hana, og lætur þau sem upplifa slíkt, fara oft á aðra rás. Sem er ekki skipulagt röklega heldur af undirvitund til að halda mannverunni á lífi. Og hafa þá oft margskonar leifar af því erfiða sem gerðist alla ævi um borð í sér. Nema ef viðkomandi nær að fá tækifæri til að tjá sig um það. Einstaklingar eru enn að lifa það viðhorf, konur á einn hátt og veg, en karlar á annan hátt. Konur því miður þrátt fyrir alla jafnréttis baráttu, og MeToo, Ég Líka hreyfingu. Prestar ólu á réttlætingum á þessu. Undirliggjandi orkan er enn í virkni í heiminum, og á Íslandi sem einhver hluti einstaklinga er því miður enn að draga að sér og sjá sig eiga rétt á. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar