Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar 16. desember 2024 09:02 Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Jól Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun