27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar 16. desember 2024 12:02 Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Verslun Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun