Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2024 22:24 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Einar Árnason Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að loðnubrestur varð í fyrra. Núna hafa menn verulegar áhyggjur af því að þetta geti orðið raunin annað árið í röð, sérstaklega í þeim byggðum þar sem gert er út á loðnuna. En fyrsta skrefið er að leita að loðnunni. Á korti Hafrannsóknastofnunar sjáum við leitarferla Aðalsteins Jónssonar sem kom inn til heimahafnar á Eskifirði snemma í morgun eftir sex daga loðnuleit úti fyrir Norður- og Norðausturlandi. Leitarferlar Aðalsteins Jónssonar, skips Eskju á Eskifirði, undanfarna sex sólarhringa.Hafrannsóknastofnun „Það var eitthvað lítilsháttar að sjá við Sléttugrunn, óverulegt magn. Og svo var þarna á Kolbeinseyjarhryggnum eitthvað meira. En magnið í heild er lítið, það sem var komið þarna. Sem segir okkur að hún er ekki langt gengin í austur, enn sem komið er. Við vorum ekkert að fara vestar í bili,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Athygli vekur að skip útgerðarinnar Eskju var það eina sem sinnti loðnuleit að þessu sinni meðan hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson lágu bundin við bryggju í Hafnarfirði. En afhverju eru þau ekki úti að leita? Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson við bryggju í Hafnarfirði í dag. Ekkert rannsóknaskipanna var nýtt við loðnuleitina núna, aðeins eitt veiðiskip frá Eskju.Einar Árnason Guðmundur segir ekki tímabært að blása til mikillar loðnuleitar núna. „Við viljum að hún sé komin undan ísnum þarna norður af landinu. Og komin inn á þessi svæði fyrir austan og norðaustan við land þar sem er betra að mæla hana og ná utan yfir stofninn.“ Loðnan hefur undanfarna áratugi verið næst mikilvægasti nytjastofn þjóðarbúsins, á eftir þorskinum. Hún getur vegið hálft til eitt prósent í hagvextinum. Það eru því gríðarlegir hagsmunir undir. En hvenær verður þá hægt að hefja loðnuleit fyrir alvöru? „Það verður allavega ekki í byrjun janúar, miðað við niðurstöðuna úr þessum leiðangri. Við sjáum til. En sá leiðangur ætti allavega að segja til um hversu stór kvótinn verði í ár, og hvort það verði kvóti yfirleitt.“ Og Guðmundur, sem sjálfur er fiskifræðingur, er þokkalega bjartsýnn á vertíð, eins og heyra má hér: „Já, já. Það getur farið í báðar áttir. Í raun, það sem mælist í haust er raunar bara á mörkum þess að gefa einhvern. Það er óvissa í kringum allar þessar mælingar. Óvissan getur alveg farið í þá áttina að við séum að vanmeta. Já, já. Það er alveg full ástæða til að ætla að það gæti orðið vertíð.“ -En yrði hún þá lítil? „Já, við verðum að gera ráð fyrir því að þetta sé ekki stór vertíð. En vonandi einhver,“ svarar sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Brim Ísfélagið Síldarvinnslan Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Tengdar fréttir Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Loðnubrestur hefur mikil áhrif en Síldarvinnslan er „hvergi bangin“ Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 24. maí 2024 14:45 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að loðnubrestur varð í fyrra. Núna hafa menn verulegar áhyggjur af því að þetta geti orðið raunin annað árið í röð, sérstaklega í þeim byggðum þar sem gert er út á loðnuna. En fyrsta skrefið er að leita að loðnunni. Á korti Hafrannsóknastofnunar sjáum við leitarferla Aðalsteins Jónssonar sem kom inn til heimahafnar á Eskifirði snemma í morgun eftir sex daga loðnuleit úti fyrir Norður- og Norðausturlandi. Leitarferlar Aðalsteins Jónssonar, skips Eskju á Eskifirði, undanfarna sex sólarhringa.Hafrannsóknastofnun „Það var eitthvað lítilsháttar að sjá við Sléttugrunn, óverulegt magn. Og svo var þarna á Kolbeinseyjarhryggnum eitthvað meira. En magnið í heild er lítið, það sem var komið þarna. Sem segir okkur að hún er ekki langt gengin í austur, enn sem komið er. Við vorum ekkert að fara vestar í bili,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Athygli vekur að skip útgerðarinnar Eskju var það eina sem sinnti loðnuleit að þessu sinni meðan hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson lágu bundin við bryggju í Hafnarfirði. En afhverju eru þau ekki úti að leita? Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson við bryggju í Hafnarfirði í dag. Ekkert rannsóknaskipanna var nýtt við loðnuleitina núna, aðeins eitt veiðiskip frá Eskju.Einar Árnason Guðmundur segir ekki tímabært að blása til mikillar loðnuleitar núna. „Við viljum að hún sé komin undan ísnum þarna norður af landinu. Og komin inn á þessi svæði fyrir austan og norðaustan við land þar sem er betra að mæla hana og ná utan yfir stofninn.“ Loðnan hefur undanfarna áratugi verið næst mikilvægasti nytjastofn þjóðarbúsins, á eftir þorskinum. Hún getur vegið hálft til eitt prósent í hagvextinum. Það eru því gríðarlegir hagsmunir undir. En hvenær verður þá hægt að hefja loðnuleit fyrir alvöru? „Það verður allavega ekki í byrjun janúar, miðað við niðurstöðuna úr þessum leiðangri. Við sjáum til. En sá leiðangur ætti allavega að segja til um hversu stór kvótinn verði í ár, og hvort það verði kvóti yfirleitt.“ Og Guðmundur, sem sjálfur er fiskifræðingur, er þokkalega bjartsýnn á vertíð, eins og heyra má hér: „Já, já. Það getur farið í báðar áttir. Í raun, það sem mælist í haust er raunar bara á mörkum þess að gefa einhvern. Það er óvissa í kringum allar þessar mælingar. Óvissan getur alveg farið í þá áttina að við séum að vanmeta. Já, já. Það er alveg full ástæða til að ætla að það gæti orðið vertíð.“ -En yrði hún þá lítil? „Já, við verðum að gera ráð fyrir því að þetta sé ekki stór vertíð. En vonandi einhver,“ svarar sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Brim Ísfélagið Síldarvinnslan Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Tengdar fréttir Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Loðnubrestur hefur mikil áhrif en Síldarvinnslan er „hvergi bangin“ Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 24. maí 2024 14:45 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09
Loðnubrestur hefur mikil áhrif en Síldarvinnslan er „hvergi bangin“ Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 24. maí 2024 14:45
Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22