Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar 16. desember 2024 23:16 Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.“ Erum við að sjá hér raungerast einhverja allsherjar stefnubreytingu á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið? Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting. Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?“ Vandi leikskólakerfisins er skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki munu framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan er einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug er eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem talar saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hefur verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin mun hins vegar taka tíma þar sem kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við. Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við erum ekki að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveða á um að 67% þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Til að fjölga kennurum enn frekar þarf að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það er aðallega tvennt sem mun stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfa að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þarf að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Alvotech Arion banki Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.“ Erum við að sjá hér raungerast einhverja allsherjar stefnubreytingu á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið? Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting. Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?“ Vandi leikskólakerfisins er skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki munu framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan er einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug er eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem talar saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hefur verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin mun hins vegar taka tíma þar sem kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við. Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við erum ekki að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveða á um að 67% þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Til að fjölga kennurum enn frekar þarf að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það er aðallega tvennt sem mun stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfa að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þarf að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar