Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 10:17 Hanna Borg hefur störf 1. febrúar næstkomandi. SSH Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Í tilkynningu á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að með ráðningu í stöðu verkefnastjóra farsældar á höfuðborgarsvæðinu sé verið að framfylgja samningi við mennta- og barnamálaráðuneytið um ráðningu verkefnastjóra sem leiða muni undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs sem undirritaður var 10. október 2024. „Verkefnastjórinn mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Samningurinn er gerður til tveggja ára og markmiðið er að fyrir lok samningstímans hafi farsældarráð landshlutans tekið til starfa og að unnin hafi verið fyrsta áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna,“ segir í tilkynningunni. Áður verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga Þar segir jafnframt að Hanna Borg hafi síðastliðin fjögur ár starfað fyrir UNICEF á Íslandi, sem verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF. Verkefnið snúist um markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stafesemi sveitarfélaga. Í gegnum verkefnið hafi hún starfað með þeim 23 sveitarfélögum sem að verkefninu koma. „Hanna Borg skrifaði barnabókina „Rúnar góði“ en bókin sem kom út árið 2016 kynnir börn fyrir réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá kenndi hún í tvö ár námsgreinina Réttindasmiðju barna í 2.-7. bekk í Flataskóla sem er einn af réttindaskólum UNICEF. Þá kennir Hanna Borg réttindafræðslu í Flataskóla samhliða starfi sínu hjá UNICEF og kemur að kennslu í staðlotu diplómanáms um Farsæld barna hjá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hanna Borg er með M.Ed. gráðu í kennslu samfélagsgreina frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og meistarapróf í lögfræði frá sama háskóla. Þá er Hanna með LLM gráðu í mannréttindum frá University of London. Hún hefur störf 1. febrúar næstkomandi. Vistaskipti Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að með ráðningu í stöðu verkefnastjóra farsældar á höfuðborgarsvæðinu sé verið að framfylgja samningi við mennta- og barnamálaráðuneytið um ráðningu verkefnastjóra sem leiða muni undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs sem undirritaður var 10. október 2024. „Verkefnastjórinn mun vinna í nánu samstarfi við forsvarsmenn innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og leiða saman það fagfólk sem vinnur að málefnum barna í því skyni að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Samningurinn er gerður til tveggja ára og markmiðið er að fyrir lok samningstímans hafi farsældarráð landshlutans tekið til starfa og að unnin hafi verið fyrsta áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða í þágu farsældar barna,“ segir í tilkynningunni. Áður verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga Þar segir jafnframt að Hanna Borg hafi síðastliðin fjögur ár starfað fyrir UNICEF á Íslandi, sem verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga UNICEF. Verkefnið snúist um markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stafesemi sveitarfélaga. Í gegnum verkefnið hafi hún starfað með þeim 23 sveitarfélögum sem að verkefninu koma. „Hanna Borg skrifaði barnabókina „Rúnar góði“ en bókin sem kom út árið 2016 kynnir börn fyrir réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá kenndi hún í tvö ár námsgreinina Réttindasmiðju barna í 2.-7. bekk í Flataskóla sem er einn af réttindaskólum UNICEF. Þá kennir Hanna Borg réttindafræðslu í Flataskóla samhliða starfi sínu hjá UNICEF og kemur að kennslu í staðlotu diplómanáms um Farsæld barna hjá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hanna Borg er með M.Ed. gráðu í kennslu samfélagsgreina frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og meistarapróf í lögfræði frá sama háskóla. Þá er Hanna með LLM gráðu í mannréttindum frá University of London. Hún hefur störf 1. febrúar næstkomandi.
Vistaskipti Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira