Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar 17. desember 2024 12:32 Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun