Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar 18. desember 2024 09:04 Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun