Ákærður fyrir sjöunda morðið Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 16:03 Rex Heuermann í dómsal í Suffolksýslu í New York í dag. AP/James Carbone Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa framið Gilgo Beach morðin svokölluðu, hefur verið ákærður fyrir sjöunda morðið. Saksóknarar segja Heuermann vera raðmorðingja og er nú sakaður um morðið á vændiskonunni Valerie Mack, sem hvarf fyrir rúmum tveimur áratugum. Líkamsleifar hennar fundust árið 2011 en New York Times segir saksóknara hafa haldið því fram í dag að hár sem fannst á líkamsleifum hennar hafi innihaldið erfðaefni sem samsvari erfðaefni Vitoriu, dóttur Heuermann og Ásu Ellerup, sem er íslensk. Ása sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Sjá einnig: Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Valeri Mack hvarf um vorið 2000 og líkamsleifar hennar fundust ellefu árum síðar. Nú segir lögrelgan að lífsýni úr hári sem fannst á líkamsleifunum samsvari erfðamengi dóttur Rex Heuermann og Ásu Ellerup.AP/Lögreglan í Suffolksýslu Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sagður hafa lagt á ráðin í skjali Saksóknarar hafa bendlað Heuermann við morðin með símagögnum, lífsýnum og sögu hans á internetinu. Þá segjast rannsakendur hafa fundið skjal á tölvu hans, þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Í frétt NYT segir að skjalið bendi til þess að Heuermann hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja það ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Heuermann hafi lifað tvöföldu lífi. Hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Heuermann hefur lýst yfir sakleysi sínu í hinum sex málunum og gerði hann það sama varðandi nýjustu ákærurnar í dómsal í morgun. Hann hefur setið í varðhaldi frá því hann var upprunalega handtekinn en dómarinn í málinu er sagður vonast til þess að réttarhöldin geti hafist á næsta ári. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Líkamsleifar hennar fundust árið 2011 en New York Times segir saksóknara hafa haldið því fram í dag að hár sem fannst á líkamsleifum hennar hafi innihaldið erfðaefni sem samsvari erfðaefni Vitoriu, dóttur Heuermann og Ásu Ellerup, sem er íslensk. Ása sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Sjá einnig: Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Valeri Mack hvarf um vorið 2000 og líkamsleifar hennar fundust ellefu árum síðar. Nú segir lögrelgan að lífsýni úr hári sem fannst á líkamsleifunum samsvari erfðamengi dóttur Rex Heuermann og Ásu Ellerup.AP/Lögreglan í Suffolksýslu Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sagður hafa lagt á ráðin í skjali Saksóknarar hafa bendlað Heuermann við morðin með símagögnum, lífsýnum og sögu hans á internetinu. Þá segjast rannsakendur hafa fundið skjal á tölvu hans, þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Í frétt NYT segir að skjalið bendi til þess að Heuermann hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja það ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Heuermann hafi lifað tvöföldu lífi. Hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Heuermann hefur lýst yfir sakleysi sínu í hinum sex málunum og gerði hann það sama varðandi nýjustu ákærurnar í dómsal í morgun. Hann hefur setið í varðhaldi frá því hann var upprunalega handtekinn en dómarinn í málinu er sagður vonast til þess að réttarhöldin geti hafist á næsta ári.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41
Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48