Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 08:48 Björgvin framdi íkveikjuna á Akranesi. Vísir/Vilhelm Björgvin Ó. Melsteð Ásgeirsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að kveikja í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi á gamlárskvöld árið 2023. Þá hefur honum verið gert að greiða tæplega 43 milljónir króna í skaðabætur. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem kveðinn var upp í gær, segir að Björgvin hafi verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa að kvöldi 31. desember 2023, brotið rúðu í glugga veitingastaðarins og hellt bensíni inn um gluggann og lagt þar eld að þannig að eldur blossaði upp. Með athæfi sínu hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og augljósa hættu á yfirgripsmiklu eignatjóni á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið hafi ráðið niðurlögum eldsins. Björgvin hafi fyrir dómi játað brot sín skýlaust og játningin hafi verið studd sakargögnum. Því hafi dómur verið lagður á málið án frekari sönnunarfærslu. Vildu frekar að fólk fordæmdi verknaðinn en Björgvin Greint var frá því í byrjun síðasta árs að maður hefði við yfirheyrslur játað að hafa lagt eld að Útgerðinni. Ljóst er að þar var Björgvin á ferð. Í færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar sagði á sínum tíma að um leið og forsvarsmenn staðarins þökkuðu fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá væri fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en þann sem stóð að íkveikjunni. „Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ sagði í færslunni. Sættir sig við nokkuð feitan reikning Í dóminum segir að fyrir hönd Sjóvár hafi verið gerð einkaréttarkrafa upp á 14,8 milljónir króna í skaðabætur og fyrir Ásborgar-bars ehf. og V80 slf. hafi verið gerð sameiginleg krafa upp 28 milljónir króna í skaðabætur. Við rekstur málsins hafi lögmaður síðarnefndra félaganna tveggja upplýst um að V80 slf. væri með réttu eigandi og réttur handhafi þeirrar skaðabótakröfu sem félögin hefðu gert í málinu. Björgvin hafi fyrir dómi fallist á allar lýstar bótakröfur. Olli miklu tjóni Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að augljóst sé af ögnum málsins að háttsemi Björgvins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni, eða hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, eins og það sé orðað í ákvæði almennra hegningarlaga um íkveikju, og sú hafi enda orðið raunin. Þótt svo virðist sem að enginn hafi verið í bráðri hættu vegna þessa verði ekki annað séð en að Björgvin hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Í ákvæðinu segir að fangelsisrefsing skuli ekki vera lægri en tvö ár, hafi sá, sem kveikti í, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Með vísan til þess væri Björgvin dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en þó þætti rétt, eftir atvikum málsins, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Loks var Björgvin dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 900 þúsund krónur, og 845 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Akranes Dómsmál Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem kveðinn var upp í gær, segir að Björgvin hafi verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa að kvöldi 31. desember 2023, brotið rúðu í glugga veitingastaðarins og hellt bensíni inn um gluggann og lagt þar eld að þannig að eldur blossaði upp. Með athæfi sínu hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og augljósa hættu á yfirgripsmiklu eignatjóni á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið hafi ráðið niðurlögum eldsins. Björgvin hafi fyrir dómi játað brot sín skýlaust og játningin hafi verið studd sakargögnum. Því hafi dómur verið lagður á málið án frekari sönnunarfærslu. Vildu frekar að fólk fordæmdi verknaðinn en Björgvin Greint var frá því í byrjun síðasta árs að maður hefði við yfirheyrslur játað að hafa lagt eld að Útgerðinni. Ljóst er að þar var Björgvin á ferð. Í færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar sagði á sínum tíma að um leið og forsvarsmenn staðarins þökkuðu fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá væri fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en þann sem stóð að íkveikjunni. „Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ sagði í færslunni. Sættir sig við nokkuð feitan reikning Í dóminum segir að fyrir hönd Sjóvár hafi verið gerð einkaréttarkrafa upp á 14,8 milljónir króna í skaðabætur og fyrir Ásborgar-bars ehf. og V80 slf. hafi verið gerð sameiginleg krafa upp 28 milljónir króna í skaðabætur. Við rekstur málsins hafi lögmaður síðarnefndra félaganna tveggja upplýst um að V80 slf. væri með réttu eigandi og réttur handhafi þeirrar skaðabótakröfu sem félögin hefðu gert í málinu. Björgvin hafi fyrir dómi fallist á allar lýstar bótakröfur. Olli miklu tjóni Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að augljóst sé af ögnum málsins að háttsemi Björgvins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni, eða hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, eins og það sé orðað í ákvæði almennra hegningarlaga um íkveikju, og sú hafi enda orðið raunin. Þótt svo virðist sem að enginn hafi verið í bráðri hættu vegna þessa verði ekki annað séð en að Björgvin hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Í ákvæðinu segir að fangelsisrefsing skuli ekki vera lægri en tvö ár, hafi sá, sem kveikti í, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Með vísan til þess væri Björgvin dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en þó þætti rétt, eftir atvikum málsins, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Loks var Björgvin dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 900 þúsund krónur, og 845 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Akranes Dómsmál Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira