Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2024 19:54 Vilhjálmur og Hjálmar eru hætti í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins. Þeir eiga hvor um sig tæp átta prósent í félaginu. Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. „Eins og málið blasti við okkur þá gátum við alls ekki stutt þetta,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Þeir Hjálmar voru á meðal fyrstu hluthafa í Kjarnanum við stofnun hans árið 2013. Þeir voru svo tveir af fimm stjórnarmönnum í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina. „Það er augljóst að ágreiningsefnin snúa aðallega að þessu Mannlífsmáli sem við erum auðvitað ósáttir við,“ segir Vilhjálmur. Heimildin varð til í árslok 2022 við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans og hefur því starfað í um tvö ár. Reksturinn hefur gengið ágætlega en óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu innan hluthafahópsins með fyrirhuguð kaup á Mannlífi. Elín Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, segir að viðræður hafi átt sér stað síðan í vor. Hún vonast til þess að gengið verði frá kaupunum fyrir áramót. Mannlíf yrði þá gefið út sem auglýsingadrifinn vefmiðill en með aðra ritstjórnarstefnu en hann hefur verið þekktur fyrir hingað til. Óvíst er hvaða áhrif vendingarnar í stjórninni hafa á fyrirhuguð kaup nú þegar aðeins þrír eru eftir í stjórn. Hvort þriggja manna stjórn geti tekið ákvörðun um kaup eða hvort fullmanna stjórnina að nýju eftir hluthafafund sem boða þarf þá til. Yfirgáfu Heimildina á árinu Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri Heimildarinnar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eiginkona hans ritstjóri. Ekki verður þó af fjölskyldusameiningu þótt kalla mætti viðskiptin fjölskylduviðskipti þar sem Jón Trausti er sonur Reynis Traustasonar. Þannig fylgir Reynir ekki Mannlífi til Sameinaða útgáfufélagsins að sögn Elínar. Ólík sjónarmið hafa verið uppi innan hluthafahópsins um stefnu Sameinaða útgáfufélagsins. Hið sama má segja innan ritstjórnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hugnaðist Þórði Snæ Júlíussyni, fyrrverandi ritstjóra Kjarnans og síðar Heimildarinnar ásamt Ingibjörgu Dögg, ekki markmið útgáfufélagsins að kaupa Mannlíf. Hann yfirgaf Heimildina á árinu og sneri sér að útgáfu eigin fréttabréfs, Kjarnyrt, og svo stjórnmálum. Þórður var meðal hluthafa í Sameinaða útgáfufélaginu en ef marka má hluthafalistann á vef Heimildarinnar hefur hann selt hlut sinn í félaginu. Fleiri óvænt vistaskipti urðu á Heimildinni á árinu þegar Helgi Seljan ákvað að segja skilið við miðilinn eftir að hafa starfað sem rannsóknarritstjóri Stundarinnar og svo Heimildarinnar í tæp tvö ár. Þá yfirgaf Ingi Freyr Vilhjálmsson rannsóknarblaðamaður fjölmiðilinn í júní til að hefja störf hjá Ríkisútvarpinu. Hluthafaskrá Sameinaða útgáfufélagsins ehf. - eigendur með yfir 5 prósenta hlut 7,6% Heiða B. Heiðarsdóttir 7,6% Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir 7,6% Jón Ingi Stefánsson 7,6% Jón Trausti Reynisson 7,6% Góður punktur ehf. (kt. 490804 2180), eigendur Reynir Traustason ogHalldóra Jónsdóttir 7,6% Höskuldur Höskuldsson 7,6% Snæbjörn Björnsson Birnir 6,9% HG80 ehf. (kt. 691013 0730), eigandi Hjálmar Gíslason 6,8% Miðeind ehf. (kt. 591213 1480), eigandi Vilhjálmur Þorsteinsson 6,7% Sameinaða útgáfufélagið ehf. (kt. 480115-0580) Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41 RÚV fær liðsstyrk frá Heimildinni Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst. 21. júní 2024 09:53 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Eins og málið blasti við okkur þá gátum við alls ekki stutt þetta,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Þeir Hjálmar voru á meðal fyrstu hluthafa í Kjarnanum við stofnun hans árið 2013. Þeir voru svo tveir af fimm stjórnarmönnum í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina. „Það er augljóst að ágreiningsefnin snúa aðallega að þessu Mannlífsmáli sem við erum auðvitað ósáttir við,“ segir Vilhjálmur. Heimildin varð til í árslok 2022 við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans og hefur því starfað í um tvö ár. Reksturinn hefur gengið ágætlega en óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu innan hluthafahópsins með fyrirhuguð kaup á Mannlífi. Elín Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, segir að viðræður hafi átt sér stað síðan í vor. Hún vonast til þess að gengið verði frá kaupunum fyrir áramót. Mannlíf yrði þá gefið út sem auglýsingadrifinn vefmiðill en með aðra ritstjórnarstefnu en hann hefur verið þekktur fyrir hingað til. Óvíst er hvaða áhrif vendingarnar í stjórninni hafa á fyrirhuguð kaup nú þegar aðeins þrír eru eftir í stjórn. Hvort þriggja manna stjórn geti tekið ákvörðun um kaup eða hvort fullmanna stjórnina að nýju eftir hluthafafund sem boða þarf þá til. Yfirgáfu Heimildina á árinu Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri Heimildarinnar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eiginkona hans ritstjóri. Ekki verður þó af fjölskyldusameiningu þótt kalla mætti viðskiptin fjölskylduviðskipti þar sem Jón Trausti er sonur Reynis Traustasonar. Þannig fylgir Reynir ekki Mannlífi til Sameinaða útgáfufélagsins að sögn Elínar. Ólík sjónarmið hafa verið uppi innan hluthafahópsins um stefnu Sameinaða útgáfufélagsins. Hið sama má segja innan ritstjórnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hugnaðist Þórði Snæ Júlíussyni, fyrrverandi ritstjóra Kjarnans og síðar Heimildarinnar ásamt Ingibjörgu Dögg, ekki markmið útgáfufélagsins að kaupa Mannlíf. Hann yfirgaf Heimildina á árinu og sneri sér að útgáfu eigin fréttabréfs, Kjarnyrt, og svo stjórnmálum. Þórður var meðal hluthafa í Sameinaða útgáfufélaginu en ef marka má hluthafalistann á vef Heimildarinnar hefur hann selt hlut sinn í félaginu. Fleiri óvænt vistaskipti urðu á Heimildinni á árinu þegar Helgi Seljan ákvað að segja skilið við miðilinn eftir að hafa starfað sem rannsóknarritstjóri Stundarinnar og svo Heimildarinnar í tæp tvö ár. Þá yfirgaf Ingi Freyr Vilhjálmsson rannsóknarblaðamaður fjölmiðilinn í júní til að hefja störf hjá Ríkisútvarpinu. Hluthafaskrá Sameinaða útgáfufélagsins ehf. - eigendur með yfir 5 prósenta hlut 7,6% Heiða B. Heiðarsdóttir 7,6% Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir 7,6% Jón Ingi Stefánsson 7,6% Jón Trausti Reynisson 7,6% Góður punktur ehf. (kt. 490804 2180), eigendur Reynir Traustason ogHalldóra Jónsdóttir 7,6% Höskuldur Höskuldsson 7,6% Snæbjörn Björnsson Birnir 6,9% HG80 ehf. (kt. 691013 0730), eigandi Hjálmar Gíslason 6,8% Miðeind ehf. (kt. 591213 1480), eigandi Vilhjálmur Þorsteinsson 6,7% Sameinaða útgáfufélagið ehf. (kt. 480115-0580)
Hluthafaskrá Sameinaða útgáfufélagsins ehf. - eigendur með yfir 5 prósenta hlut 7,6% Heiða B. Heiðarsdóttir 7,6% Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir 7,6% Jón Ingi Stefánsson 7,6% Jón Trausti Reynisson 7,6% Góður punktur ehf. (kt. 490804 2180), eigendur Reynir Traustason ogHalldóra Jónsdóttir 7,6% Höskuldur Höskuldsson 7,6% Snæbjörn Björnsson Birnir 6,9% HG80 ehf. (kt. 691013 0730), eigandi Hjálmar Gíslason 6,8% Miðeind ehf. (kt. 591213 1480), eigandi Vilhjálmur Þorsteinsson 6,7% Sameinaða útgáfufélagið ehf. (kt. 480115-0580)
Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41 RÚV fær liðsstyrk frá Heimildinni Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst. 21. júní 2024 09:53 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41
RÚV fær liðsstyrk frá Heimildinni Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst. 21. júní 2024 09:53