Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Árni Jóhannsson skrifar 18. desember 2024 21:31 Grindavík - Stjarnan Bónus deild kvenna Haust 2024 Þorleifur Ólafsson Vísir / Pawel Cieslikiewicz Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30