Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar 19. desember 2024 11:32 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun