Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 13:39 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20