Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 19:03 Úlfur Einarsson er forstöðumaður Stuðla. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira