„Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. desember 2024 21:42 Halldór Garðar var að spila gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld. Mynd úr leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir / jón gautur Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Bónus deild karla í kvöld þegar lokaumferðin fyrir jólafrí fór fram. Keflavík sýndi mátt sinn og megin og fór með sannfærandi nítján stiga sigur 105-86. „Við ætluðum að fara á góðu nótunum inn í frí og mér fannst við gera það. Þetta var bara flottur leikur frá A-Ö frá okkur.“ Sagði Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mikið skorað og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Keflavík skoraði 61 stig. „Varnirnar voru kannski ekki upp á sitt besta. Við viljum spila hratt og flæða mikið. Leikurinn þróaðist svona eins og við hefðum viljað að hann þróist.“ Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur hefur oft komið inn á það í viðtölum fyrir leiki að hann vonast til að sjá sitt lið skora í kringum hundrað stigin sem varð raunin í kvöld. „Sóknarlega vorum við að gera mjög vel hérna. Þeir ná svo að minnka þetta niður í fimm, sex og þá fannst mér vörnin aðeins stíga upp hjá okkur. Til þess að skora hundrað stig þurfum við að fá auðveldar körfur og við þurfum að treysta á vörnina og á þessum tímapunkti þá gerðum við það klárlega.“ Það var ákveðin vendipunktur í leiknum þegar mómentið virðist vera að færast nær gestunum í þriðja leikhluta en Keflavík stelur boltanum og treður á honum á hinum endanum. Það virtist kveikja í heimamönnum aftur. „Mér fannst það. Það er eiginlega bara hárrétt. Það var einmitt það sem við þurftum. Eitthvað „varnarplay“ sem að leiðir af sér auðvelda körfu og kveikir aðeins í kofanum.“ Halldór Garðar var að spila gegn uppeldisfélaginu sínu og virðist líka það ágætlega en hann endaði stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig. „Það er alltaf jafn gaman. Ég var ekki búin að vinna þá síðan ég fór í Keflavík þannig það var komin tími á að vinna þá.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Við ætluðum að fara á góðu nótunum inn í frí og mér fannst við gera það. Þetta var bara flottur leikur frá A-Ö frá okkur.“ Sagði Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mikið skorað og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Keflavík skoraði 61 stig. „Varnirnar voru kannski ekki upp á sitt besta. Við viljum spila hratt og flæða mikið. Leikurinn þróaðist svona eins og við hefðum viljað að hann þróist.“ Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur hefur oft komið inn á það í viðtölum fyrir leiki að hann vonast til að sjá sitt lið skora í kringum hundrað stigin sem varð raunin í kvöld. „Sóknarlega vorum við að gera mjög vel hérna. Þeir ná svo að minnka þetta niður í fimm, sex og þá fannst mér vörnin aðeins stíga upp hjá okkur. Til þess að skora hundrað stig þurfum við að fá auðveldar körfur og við þurfum að treysta á vörnina og á þessum tímapunkti þá gerðum við það klárlega.“ Það var ákveðin vendipunktur í leiknum þegar mómentið virðist vera að færast nær gestunum í þriðja leikhluta en Keflavík stelur boltanum og treður á honum á hinum endanum. Það virtist kveikja í heimamönnum aftur. „Mér fannst það. Það er eiginlega bara hárrétt. Það var einmitt það sem við þurftum. Eitthvað „varnarplay“ sem að leiðir af sér auðvelda körfu og kveikir aðeins í kofanum.“ Halldór Garðar var að spila gegn uppeldisfélaginu sínu og virðist líka það ágætlega en hann endaði stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig. „Það er alltaf jafn gaman. Ég var ekki búin að vinna þá síðan ég fór í Keflavík þannig það var komin tími á að vinna þá.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira